Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2018, Side 36

Læknablaðið - 01.04.2018, Side 36
196 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R mikil áhrif á þróun heimilislækninga. Árið 1970 er heilbrigðisráðuneytið stofnað og Páll Sigurðsson skipaður ráðuneytisstjóri. Ólafur Ólafsson er skipaður landlæknir 1972 og ný lög um heilbrigðisþjónustu eru samþykkt á Alþingi sem tóku gildi árið 1974. Þar með hófst umfangsmikil upp- bygging heilsugæslustöðva um land allt og ríkisrekinnar heilsugæslu. Ólga sem upp kemur meðal náms- manna í Evrópu árið 1968 barst á næstu árum til Íslands, einkum boðskapur um að tími sé til kominn að breyta kerfinu, auka samhyggju og bjóða hefðbundnu stjórnkerfi og hugsunarhætti byrginn. Ólafur Mixa gerði þessum málum góð skil í Læknanemanum 1969 með grein sinni „Um andóf stúdenta“. Ólafur fer þarna á kostum. Hann benti sérstaklega á and- lega lognmollu hér á landi á þessu sviði og hvatti læknanema sem aðra til dáða. Straumar af þessu tagi höfðu veruleg áhrif á háskólanema hér á landi. Ég tel að þessi ólga og nýir straumar hafi ýtt undir skilning á heimilislækningum sem nýjum leiðum í heilbrigðisþjónustu. Prófessorsstaðan tefst um áratug Enda þótt læknadeild hafi ekki tekist að ráða prófessor í heimilislækningum var áfram stefnt að kennslu í faginu. Deildin auglýsti lektorsstöðu í fræðigreininni og var Örn Bjarnason ráðinn til starfans árið 1976 og árið síðar var Eyjólfur Þ. Haralds- son skipaður lektor í heimilislækningum. Þegar hér var komið sögu virðist sem læknadeild hafi fallið frá frekari til- raunum til að auglýsa stöðu prófessors í heimilislækningum við læknadeild. Heimilislæknar kenndu Ólafi Bjarnasyni, prófessor í meinafræði, um þetta áhuga- leysi, en hann var forseti deildarinnar á árunum 1968-70 og aftur 1974-78. Þessar ásakanir um áhugaleysi Ólafs voru ekki að ástæðulausu. Ummæli sem hann lét falla á deildarfundi læknadeildar á þessum tíma um að heimilislækningar væru ,,fé- lagsfræðilegt snakk með læknisfræðilegu ívafi” urðu fleyg og særðu margan heimilislækn- inn. Deildin nýtti síðan það fjármagn sem ætlað var í prófessorsstöðuna til að búa til nýjan stól prófessors, en að þessu sinni í réttarlæknisfræði. Ólafur Bjarnason settist sjálfur í þann stól árið 1978. Það tók heim- ilislækna rúman áratug að „endurheimta“ prófessorsstöðuna með tilstuðlan Félags íslenskra heimilislækna sem fyrr segir. Á áttunda áratugnum (1970-80) eru hugmyndir um heimilislækningar full- mótaðar, hvað varðar hugmyndafræði, kennslu, vísindi, lagalega umgjörð og uppbyggingu heilsugæslustöðva um allt land. Margar greinargerðir og skýrslur lágu fyrir um þessi mál. Má sérstaklega nefna tvær greinar sem birtust í Læknablað- inu og urðu nokkurs konar „klassikerar” næstu áratugina. Sú fyrri, ,,Kennsla í heimilislækningum við læknadeild Há- skóla Íslands“ (eftir Ólaf Ólafsson, Eyjólf Þ. Haraldsson, Jón G. Stefánsson og Tómas Á. Jónasson. Læknablaðið 1977; 63: 167-74) var hluti af álitsgerð nefndar sem skipuð var af menntamálaráðuneytinu. Síðari greinin, eftir Eyjólf Þ. Haraldsson, Ólaf F. Mixa og Pétur I. Pétursson, ber heitið „Sér- nám í heimilislækningum. Greinargerð og nefndarálit um sérnám í heimilislækning- um”, en sú nefnd vann á vegum Læknafé- lags Íslands (Læknablaðið 1977; 63: 111-21). Eins og sjá má á höfundalistanum í þessum tveimur greinum er Eyjólfur Þ. Haraldsson einnig farinn að láta til sín taka sem fræðimaður á þessu sviði. Hann hafði stundað sérnám í Edinborg og með sérfræðiviðurkenningu í lyflækningum frá Edinborg, en að auki stundað kennslu í heimilislækningum í Skotlandi. Að sér- námi loknu fluttist Eyjólfur til Íslands árið 1974 og hóf þá störf sem heimilislæknir í Kópavogi. Hann varð svo fyrsti formaður Fræðafélags íslenskra heimilislækna árið 1978 (síðar Félags íslenskra heimilislækna. Megininntak þeirra hugsjóna sem mót- ast höfðu á þessum tíma voru: • Frumheilsugæsla er grunnur góðrar heilbrigðisþjónustu og þjónar fyrst og fremst þegnum landsins. Stofnendur Félags íslenskra lækna um heilsugæslu í Gautaborg 1977. Aftari röð frá vinstri: Ingþór Friðriksson, Guðmundur Sverrisson, Guðfinnur P. Sigurfinnsson. Fremri röð frá vinstri: Jón Bjarni Þorsteinsson, Vilhjálmur Rafnsson, Birgir Guðjónsson og Jóhann Ágúst Sigurðsson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.