Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2018/104 197 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R • Samfella í heilbrigðisumsjá frum- heilsugæslunnar er mikilvægasta forsenda vandaðra heimilislækninga. • Of mikil sérhæfing í bútalækningum ( fragmentation) getur verið óhagstæð og varhugaverð. • Heilsugæslan er ódýr og getur veitt góða þjónustu. • Heimilislæknar hafa samfélagslega ábyrgð ekki síður en ábyrgð gagnvart einstaklingnum. • Þeirri ábyrgð geta þeir frekast staðið undir, séu þeir í aðstöðu til að vísa sjúklingum veginn um frumskóg heil- brigðiskerfisins og samhæfa aðgerðir (gate keepers). • Góð heilsugæsla þarfnast menntaðs starfsfólks úr mörgum starfsgrein- um, meðal annars sérfræðinga í heilsugæslu. • Heimilislækningar eru sérgrein. Heimilislæknar þurfa að hafa sömu grunn- og sérmenntun og aðrir lækn- ar. • Heimilislæknar þurfa að njóta sömu virðingar innan læknastéttarinnar (status) og aðrir læknar. • Grunnur fagsins þarf að styðjast við fræðilega nálgun, svo sem vísinda- vinnu og þróunarverkefni. • Heimilislæknar þurfa að fá sömu laun og aðrir læknar, með tilliti til menntunar, aldurs, vaktaálags o.s.frv. Á árunum 1976-78 hafði mynd- ast öflugur hópur íslenskra lækna og læknanema sem höfðu heimilislækningar sem hugsjón, uppfullur af öllum þeim eiginleikum sem þarf til þess að breyta ríkjandi skipulagi svo eftir verði tekið, það er framtíðarsýn, áætlun að settu marki, metnaði, ástríðu og ákveðnum skammti af þráhyggju (vision, mission, ambition, passion, obsession). Á þessum árum flytur mikill fjöldi unglækna til Svíþjóðar í sérnám og má þar nefna að starfsmaður „Socialstyrelsen“ í Svíþjóð nefndi þessa bylgju „invasjonen från Island”. Stór hluti þessara unglækna fór í sérnám í heimilislækningum. Sér- nám í heimilislækningum í Svíþjóð var þó nokkuð ófullkomið, einkum miðað við námið í Kanada. Stofnun FÍLumHeil Þann 5. nóvember 1977 er boðað til fundar á heimili mínu í Gautaborg og stofnað þar Félag íslenskra lækna um heilsugæslu (FÍLumHEIL). Formaður var kosinn Vil- hjálmur Rafnsson, Jón Bjarni Þorsteinsson ritari og Pétur Pétursson gjaldkeri. Stofn- félagar voru 7. Þriðja grein laga félagsins hljómaði svo: ,,Tilgangur félagsins er að efla skoðanaskipti félagsmanna innbyrðis um heilsugæslulækningar og fylgjast með þróun þessara mála á Íslandi.“ Til gam- ans má einnig geta að í lögunum stendur að þeir einir geti orðið félagar sem búa í Svíþjóð en ætla sér síðar að stunda heim- ilislækningar á Íslandi. Tveimur árum síðan voru félagarnir orðnir 40 sem segir mikið um þensluna í sérnáminu á þessum tíma. Fjöldi lækna í sérnámi í heimilis- lækningum í Svíþjóð var þar með orðinn langstærsti hópur unglækna í sérnámi í heimilislækningum. Félagið var fyrst og fremst mjög öflugt fræðafélag, auk skoð- anamyndandi markmiða um heilsugæslu. Haldnir voru fjölmargir fundir meðal félagsmanna víða í Svíþjóð og leshringir stofnaðir. Það má telja líklegt að stofnun FÍLumHeil hafi orðið hvati að stofnun Fræðafélags íslenskra heimilislækna á Ís- landi ári síðar. Á þessum vettvangi hófust strax átök milli heimilislækna og lækna annarra sér- greina um það hverjir ættu til dæmis að sjá um mæðravernd og ungbarnaeftirlit. Umræðufundir voru margir um þau mál. Að mati heimilislækna var langt í land með að sérfræðingar í öðrum fögum skildu hvað heimilislækningar væru. Sér- fræðilæknarnir töldu heimilislækningar einkum vera smá búta úr öllum hinum fögunum en áttuðu sig ekki á hinu, það er kjarna heimilislækninganna. Einnig áttum við bréfaskipti við Leif Dungal, sem þá hafði lokið sínu sérnámi í Kanada, um sérnámið í heimilislækningum í Svíþjóð. Tónninn í bréfum Leifs var helst sá að sérnám í heimilislækningum í Svíþjóð væri ekki nógu gott og hafði hann af því nokkrar áhyggjur. Þar var helst til að taka að sænskir heimilislæknar sáu ekki um mæðra- eða ungbarnavernd. Þetta sveið okkur sem vorum við nám þarna, enda þótt Leifur hafi í raun haft rétt fyrir sér. Ekki skánaði málið þegar læknadeild HÍ óskaði eftir úttekt á því hvort hægt væri að veita sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum eftir nám í Svíþjóð. Sérnámslæknar í Svíþjóð reyndu margir að breyta starfsnámi sínu í samræmi við kanadíska módelið. Það má með sanni segja að áhrifin frá Kanada voru mikil við mótun heimilislækninga á Íslandi og mér Frá fyrsta vísindaþingi FÍH á Húsavík haustið 1991. Frá vinstri: Calle Bengtsson, prófessor í Gautaborg, Jóhann Ágúst og Christian Borchgrevink, prófessor í Osló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.