Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 41

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 41
LÆKNAblaðið 2018/104 201 Guðrún Hreinsdóttir Stjörnur Ég stari upp í stjörnubjartan geim á stjörnurnar sem yfir okkur vaka. Á Karlsvagninn sem kannski sendir þeim, nú kærleikann sem myrkrið virðist þjaka. Úr bókinni Dútl Ögmundur Bjarnason Þessar raddir „Eitthvað nýtt! Meira af meistaralegu sullumbulli síbernskunnar“ - Hermann Stefánsson/Sigfús Daðason Þessar raddir: okkur öllum að góðu kunnar. Einatt og aftur biðja þær um meira af meistaralegu sullumbulli síbernskunnar. Og hví ekki það? Annmarkar orðræðunnar eru ofljósir. Við þurfum ekki nema heyra þessar raddir: okkur öllum að góðu kunnar til að skiljast að senn eru þær allar runnar á enda (og orðnar að undirstöðugeira í meistaralegu sullumbulli síbernskunnar) en velsældarár fortakslausrar fyrirhyggjunnar feginsamlega afstaðin. Og einmitt þá keyra þessar raddir: okkur öllum að góðu kunnar að sönnu um bak þvert - og þunnar og þykkar alhæfingar votta það og fleira úr meistaralegu sullumbulli síbernskunnar hve bilið á milli hugvitsins og heimskunnar er hryggilega mjótt. Ljáum því eyra þessum röddum: okkur öllum að góðu kunnar af meistaralegu sullumbulli síbernskunnar. Valgarður Egilsson Vörn fyrir Snorra Víst má vitran lasta vildi hann trauður dauða. Halir huga ragan herða og bregða sverði. Skáld þótt skyldi forðum skorta vígshug, hvort er, spyrjum, hent það hverjum heigli að rita Eglu? Bróðurkveðja Hestur þinn þræðir horfna fjallaslóð hamar þinn dynur líkt og fyrr á tíðum hefillinn fágar; þinn hugur orð í ljóð En hafið bíður þess að ljúki smíðum Huldufar úr sævi ber í sýn – syngur í hamri undir höggum stríðum – erindi þess er brýnt: og beint í vör er báti stefnt með orðsending til þín Þar liggur haf og hylur mönnum svör – eyfirsk birtan með undarlegum tónum – Þú leggur frá þér hamar, hefur för hiklaust gengur veginn niðrað sjónum akkerið híft – og huldufarið lætur í ljósaskiptum út til hafs – og nætur (Á útfarardegi Áskels Egilssonar 9. 9. 2002. Áskell var sjómaður, skipasmiður og ljóðsmiður.) Ari Jóhannesson Fésbók Við sprunguna milli lífs og dauða sneri ég við og hljóp gegnum hvískrið á biðstofunni fótastapp yfirsjónanna afhjúpanir sneiðmyndanna andvörp öndunarvélanna tíðasöng dagálanna feilslög líkamsklukkunnar jónagöng kvíðans fyrirlestra loddara hungurárin sjö sneri við og hljóp og mætti sjálfum mér með bók í stað andlits Magnús Skúlason Haustkvöld Haustkvöld að vori um hug mér fer hljóður blær ylur þess er var leikur að draumi lifnar aftur við ekkert svar bærist en rótt andvarinn kær í hverju spori mýkir gömul sár hljótt færir nóttin fjarlægðirnar nær löngu liðin ár lifna við og vakna minningar og myndir og höndin á ný hlýja sem ég sakna haustkvöld að vori um hug mér fer Hópurinn feginn þegar upplesturinn var að baki: efri röð frá vinstri: Guðrún Hreinsdóttir, Stefán Sigurkarlsson, Valgerður Þorsteinsdóttir, Eiríkur Jónsson, Ari Jóhannesson, Hlynur Grímsson, Gerður Gröndal, Ferdinand Jónsson. Fremri röð frá vinstri: Magnús Skúlason, Valgarður Egilsson, Auðólfur Gunnarsson, Brynjólfur Ingvarsson, Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Ögmundur Bjarnason.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.