Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 42

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 42
202 LÆKNAblaðið 2018/104 Pabbi var fæddur í hrörlegasta torfbæ sveitarinnar. Hann þreytt- ist aldrei á því að tala um það. Svo kom í kjölfarið alltaf ræðan um hvernig hann hefði einn síns liðs ræst fram mýrar örreytis- jarðarinnar sem hann fæddist á þannig að mýrarnar breyttust allar saman í bleika akra og slegin tún. Einmitt. „Í þá daga urðu menn ríkir á að spara! Spara!“ þrumaði hann yfirleitt yfir sjálf- um sér öll gamlárskvöld þar sem hann stóð einn um miðnættið við stofugluggann og horfði yfir allar landareignirnar sínar í sveitinni. Rétt áður en hann lagðist banaleguna bað hann mig að keyra sig að rústunum. Við þögðum báðir á leiðinni þangað. Veðrið var gott, sól og hnúkaþeyr eins og sá verður hvassastur. Við stigum út úr bílnum. Hann neitaði að nota hækjuna og datt þess vegna tvisvar á leiðinni niður brekkuna. Núorðið er ekkert eftir af gamla bænum nema misdjúp för í svörðinn hér og þar. „Ég fæddist í sigurkufli,“ sagði hann ákveðinn, „mamma sagði það“, um leið og hann kraup niður til að snerta eina torfuna yfir því sem kannski einhvern tímann gæti hafa verið baðstofan. Þurr moldin rauk upp með vindinum. Svo stóð hann snöggt á fætur, gekk þvert yfir bæjarhólinn og settist niður í brekkuna á móti. Hann var móður, og örugglega með verki. Einstaka drifhvítt ský þaut framhjá. Hann byrjaði að tala um veikindin. Ég var búinn að heyra það allt hundrað sinnum áður þessa síðustu daga og nennti alls ekki að hlusta. Hann talaði um hve sár hann væri vegna þess hve greiningin drógst, læknamafían hefði hent honum á milli sín eins og tilraunadýri á fínu einkastofunum sínum fyrir sunnan, þetta hefði allt saman kostað hann of fjár sem hefði svo verið fullkomlega til einskis þegar í ljós að þetta var krabbi. Reiðastur var hann þó út í krabbameinslækninn; unga konu sem hafði sagt honum að sjúkdómurinn væri í öllum þessum líffærum þegar enginn hinna læknanna hafði haldið því fram áður og að öll meðferð gæti reynst honum tvíeggjað sverð og svo hafði stelpan ofaníkaupið ekkert til málanna að leggja nema spyrja hann sjálf- an hvað hann vildi? „Hvað ég vildi! Hugsaðu þér! Og þetta á að heita læknir og …“ Sársaukapílan greip hann í miðri setningu. Kjálkarnir læstust saman, en að öðru leyti var lítið á honum að sjá. Ég sá það samt. Hann greip andann eitt augnablik á lofti, ég tók eftir því líka, en það var bara augnablik og ekki meira og svo hélt hann ræðunni áfram og ætlaði að láta þetta allt saman fara lengra og meira að segja miklu lengra og hann væri þegar byrjaður að skrifa öll bréfin og ég var löngu hættur að nenna að hlusta á þetta. Vindurinn tók öll orðin og þeytti þeim niður dalinn og áfram yfir fjallgarðinn. Þau voru farin. Klukkustund leið, kannski meira. Hann bað mig að styðja sig aftur upp í bíl. Ég varð að hjálpa honum að spenna beltið. Við vorum svo komnir hálfa leiðina heim þegar hann benti niður að einum kargamóanum: „Anna systir datt af hestinum sínum einmitt þarna. 14 ára. Hún var löngu dáin þegar að var komið. Hún var flutt heim á bæ til okkar á kerru sem nágranni lánaði. Það var búið að breiða óhreinan segldúk yfir hana. Fæturnir stóðu samt niður úr. Þeir stóðu niður úr. Dingluðu þarna eins og hráviði. Helvítin höfðu ekki einu sinni haft fyrir þvi að koma henni almennilega fyrir á pallinum!“ Eitt augnablik hélt ég að hann ætlaði að fara að gráta, en það varð auðvitað ekkert úr því frekar en venjulega. Úr óbirtu handriti að ljóða- og prósabók. Brynjólfur Ingvarsson Jón ríki Faðir vor. Móðir jörð. Góða guð. Þið sem eruð allt um kring, á himni, hafi og landi. Helgist ykkar nöfn. Til komi Jón ríki. Hann er svo til- komumikill. Það er eitthvað annað en fjarskyldur ættingi hans og nafni Jón harðibóndi°. (°Jón þessi er talinn hafa farið til Vesturheims eftir Öskjugos, en snúið aftur, sumir segja því miður.) Verði sá vilji að síðustu, sem tryggir öllum jarðarbúum jafna skiptingu lífsgæða. Gef oss öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og sveigjanleg starfslok með öllu daglega brauðinu, eins og margoft er búið að lofa okkur. Fyrirgef oss breyskum vorar skuldir og meinvillur. Svo skulum við reyna að fyrirgefa öðrum, hugsanlega jafnvel barnaníðingum. Eigi leiða stjórnmálamenn í freistni, heldur frelsa þá frá öllu illu. Því ykkar er mátturinn, jafnvel þó að dýrðin sé í stórmörkuðunum hjá Jóni ríka og hans líkum um þessar mundir. En vonandi ekki að eilífu. Amen. Brynki á Snös Auðólfur Gunnarsson Guð Loks, þegar vorið vaknar, veit ég, að hann er til, Guð sem gaf öllu lífið en gerði það hættuspil. Fuglarnir fara að verpa, fæðast þá lömbin smá. Gróðurinn tekur að grænka, allt glaðnar um land og sjá. En handan við hafið bláa býr haustið með kulda og byl. Allt á sitt upphaf og enda. Af hverju erum við til? Hlynur Grímsson

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.