Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2018/104 203 Eiríkur Jónsson Nýr dagur Ég gekk út í morguninn. Var að ljúka fimmtíu ára dagsverki sem læknir. Þetta var síðasti dagurinn á stofunni. Mér var dálítið þungt í huga. Hafði áttað mig á því fyrir löngu að ég hafði meira út úr lækn- isheimsóknunum en sjúklingarnir. Vildi helst ekki hætta. Hafði ekki tekið nýja sjúklinga í mörg ár og þeir sem komu voru orðnir aldavinir mínir. Það var í raun ekkert að þeim. Þeir komu til að spjalla, úthella þakklæti sínu og greiða fyrir viðvikið. Ég sagði þeim að hafa ekki áhyggjur og þeir undruðust innsæi mitt. Einkennilegt hvað þakklæti sjúklinga virðist oft í öfugu hlutfalli við framlag læknisins. Ég átti erfitt með að hugsa mér daglegt líf eftir að þessu lyki nú í dag. Var orðinn háður stöðugri endurgjöf og þessari einkennilegu vináttu. Það var grínast, meðal kolleganna, um hinn fjörgamla lækni sem deyr fyrir framan sjúklinginn. Hvenær verður eftir því tekið? Á stofunni stend ég við gluggann baðaður í morgunsólinni. Á veggnum fyrir aftan mig birtist skuggamynd mín. Hugsaði þá til varúðarorða sem ég hafði haft yfir læknanemum fyrir löngu. „Hvernig þekkið þið sjúkling sem kemur til ykkar og er aftur- genginn?“ Einhver nefndi slæma lykt eða að sjúklingurinn væri kaldur viðkomu. „Nei, hann varpar hvorki skugga né spegilmynd og hefur enga þyngd þegar hann stígur á viktina,“ taldi ég rétta svarið. „Athugið þetta, svo lítið beri á, áður en þið gerið nokkuð annað.“ „Hvernig þekkið þið álf sem kemur til ykkar?“ Ekkert svar. „Jú hann hefur ekkert miðsnes. Hefur eina stóra nös.“ „En hvernig þekkið þið þá sjúkling sem kemur til ykkar og er framliðinn?“ Þögn. „Þið dokið við og kallið ekki á sjúklinginn fyrr en móttökuritarinn segir: „Það er kominn til þín sjúklingur.“ Líkurnar á því að bæði þú og ritarinn séuð skyggn eru hverfandi! Þar sem ég horfi út um gluggann og sé daginn koma hugsa ég um liðna tíð með eftirsjá. Starfið hefur verið gefandi á svo marga lund. Þegar ég sný mér við tek ég eftir því að skugginn á veggnum er horfinn. Torshavn, júlí 2017 Valgerður Þorsteinsdóttir Læknaraunarímur Ég fór í læknadeild, hélt að það væri lífsstíllinn. Virðing, velgengni, vildi umvefja sjúklinginn. Fyrstu árin las í spað allar bækurnar, eins og páfagaukur lærði allar glósurnar. Seinni árin ég fór inn á spítalann, sýndi metnað og heillaði kennarann. Ég ætlaði að verða svo öflug og ofurklár en ég hætti við það eftir nokkur ár. Því til að ná í læknalífinu jafnvægi, þurfti að koma til dugnaður, heragi. En einnig virtist að ég þyrfti að skipta um eiginmann svo ég gæti þénað og unnið miklu meira en hann. Svo var þetta vesen með börnin mín en þau fóru bara í pössun til ömmu sín. Í læknadeild er dregin upp ímyndin sem er svona ef ég má vera hreinskilin: Læknar eru óbrjótandi eðalfólk með bein í nefinu og óbilandi þrótt sem vinna 100% og svo helling meir við kvörtum ekki, sýnum dugnað, heyr heyr! Í eftirmiðdaginn stundum jóga og hreyfingu, syngjum í kór og eldum bara hollustu. Á kvöldin er nauðsyn að sitja heima og rannsaka annars mun enginn vilja ráða þig til útlanda. Og ef þú vilt verða eins og ég eða hann ertu allan tímann með vaktsímann! Ég ætlaði að verða svo öflug og ofurklár en ég hætti við það eftir nokkur ár. Ég verð víst aldrei lækni lík ég ætla bara að starfa sem slík. Því annars held ég að ég verði miðaldra í meðferð í Hveragerði. Formaður Læknafélags Ís- lands, Reynir Arngrímsson, í pontu að bjóða gesti velkomna í óbundnu máli áður en ljóða- dagskráin hófst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.