Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2018, Side 50

Læknablaðið - 01.04.2018, Side 50
210 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Kristján Oddsson læknir Læknastöðinni Hlíðasmára 9 oddsson@hotmail.com Skimun fyrir brjóstakrabbameini Mikið vantar upp á að skipulag, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir brjóstakrabba- meini sé í samræmi við evrópskar leið- beiningar um skipulega lýðgrundaða skimun fyrir brjóstakrabbameini. Hér á landi hófst skimun fyrir brjósta- krabbameini árið 1988. Þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini hefur minnk- að úr 68% árið 1990 í 55% árið 2016.1 Í stefnumörkun leitarsviðs Krabbameinsfé- lags Íslands (KÍ) er miðað við að þátttaka sé minnst 65%, en því markmiði hefur ekki verið náð síðan 1992. Í evrópskum leiðbeiningum er talið ásættanlegt ef þátt- taka er ekki minni en 70% en æskilegt að hún sé meiri en 75%.2 Skimun fyrir leghálskrabbameini Nýleg úttekt bendir til að íslenskar konur greinist nú tölfræðilega marktækt yngri og með alvarlegra stig leghálskrabbameins en áður. Það minnkar lífslíkur og hefur áhrif á frjósemi og barneignir. Í sömu rannsókn kemur einnig fram að greining og meðferð er á við það sem best þekkist erlendis. Það bendir til að breyta þurfi skipulagi og stjórn skimunar. Í evrópskum leiðbeiningum er miðað við að þátttaka sé viðunandi ef hún er yfir 70% en æskilegt að hún sé meiri en 85%.3 Í stefnumörkun leitarsviðs KÍ er miðað við að þátttaka sé minnst 75% en því markmiði hefur ekki verið náð síðan 2009; þátttaka hefur minnkað úr 82% árið 1992 í 67% árið 2016. Afleiðingar af minnkaðri þátttöku síðastliðin 25 ár eru ekki síst þær að forstigsbreytingar leghálskrabbameins í konum án einkenna ná að þróast í leg- hálskrabbamein á misalvarlegu stigi. Stjórn skimunar Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er varðandi minnkandi áhuga kvenna á að þiggja boð um skipulega skimun fyrir leghálskrabba- meini er brýnt að fyrirkomulagið um boðun í skipulega skimun verði endur- skoðað. Efla þarf skipulag varðandi boðun og tryggja betur að konur sjái sér hag í því að mæta reglulega í skipulega skimun fyr- ir leghálskrabbameini. Til að tryggja fag- lega starfsemi og koma í veg fyrir fjárhags- lega hagsmunaárekstra sem geta skapast þegar sami aðili sér um boðun í skipulega skimun og rekstur heilbrigðisþjónustunn- ar vegna skimunar er nauðsynlegt að allt utanumhald um boðun og tölulegt upp- gjör um árangur úr leitarstarfi sé aðskilið frá framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar. Í minnisblaði Embættis landlæknis til heilbrigðisráðherra frá því í desember 2016 er lagt til að stjórn skimunar verði komið fyrir á stjórnsýslustigi og er það í samræmi við evrópskar leiðbeiningar um stjórn skimunar. Í þeim kemur skýrt fram að henni skuli komið fyrir á stjórnsýslu- stigi með skimunarráði, stýrihópum og faghópum til ráðgjafar. Velferðarráðuneytið hefur sett fram svipaðar tillögur í skjalinu „Markmið og aðgerðir í tillögu að íslenskri krabba- meinsáætlun til ársins 2020”, sem það gaf út í júlí 2017.4 Framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini Undangengin ár hafa um 40% frumusýna frá leghálsi verið tekin af ljósmæðrum sem starfa sem verktakar (samsvarar 2,5 stöðu- gildum) á leitarsviði KÍ, um 40% sýna hafa verið tekin hjá sjálfstætt starfandi kven- sjúkdómalæknum og 20% af ljósmæðrum á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni en það fyrirkomulag var innleitt árið 2014 en læknar tóku þau sýni áður. Stjórnunar- leg og fagleg reynsla af þeirri breytingu hefur verið mjög góð og hefur mælst vel fyrir meðal kvenna sem hafa tekið þátt í skipulegri skimun á landsbyggðinni. Dæmi eru um að þátttaka í þeim hópi hafi aukist yfir 20% eftir þá skipulags- breytingu.1 Í Svíþjóð fá konur boð um skimun á fyrirfram gefnum tíma hjá ljósmóður á heilsugæslustöð og er hún gjaldfrjáls. Þar er heildarþátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini 82% (92% í aldurs- hópnum 23-25 ára), sú mesta í heimi, en sambærileg þátttaka hér á landi er 67% og 57%.1,5 Í Krabbameinsáætlun, sem velferð- arráðuneytið gaf út í júlí 2017, er gert ráð fyrir mikilvægu hlutverki heilsugæsl- unnar í skimun og hafa forráðamenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um að taka að sér framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini líkt og heilsugæslu- stöðvar á landsbyggðinni hafa gert. Þannig gætu allar konur sótt þessa fyrir- byggjandi heilsuvernd til heilsugæslunnar eins og þær gera varðandi mæðra- og ungbarnavernd. Með breyttri stjórn og skipulagi væri hægt að veita gjaldfrjálsa skimun fyrir leghálskrabbameini líkt og mæðra- og ungbarnavernd án þess að veita þyrfti meira fjármagni til mála- flokksins. HPV frumskimun Mikilvægt er að HPV-frumskimun (HPV primary screening) verði innleidd hér á landi en rannsóknir hafa sýnt að HPV-frumskimun lækkar nýgengi og dánartíðni meira en skimun með hefð- bundinni frumuskoðun (Pap-próf) og er auk þess ódýrari skimunaraðferð.6 HPV- frumskimun var innleidd í Svíþjóð og Staða skimunar fyrir brjóst- og leghálskrabbameini á Íslandi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.