Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2018, Qupperneq 3

Læknablaðið - 01.07.2018, Qupperneq 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 2000 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2018/104 327 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Læknablaðið hefur fengið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur til að velja og skrifa um kápumyndir á 104. árgangi blaðsins í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Myndirnar tengjast þeim efnum sem eru í brennidepli afmælisgreina hvers tölublaðs. Anna er sagnfræðingur og safnafræðingur og fyrrum stjórnandi Lækningaminjasafnsins. … og eitt herbergi fyrir „min electriske machine og andre instrumenter …” skrifaði Bjarni Pálsson landlæknir árið 1771 í bréfi til yfirvalda þar sem hann lýsir afnotum sínum af Nesstofu í þeim tilgangi að hindra að húsinu yrði skipt á milli emb- ætta landlæknis og lyfsala. Bjarna er greinilega annt um rafmagnsvélina sem hann hugðist nota til að rannsaka klínískt „electricitetens virkninger“ á epilepsie (flogaveiki) og apoplexie (lömun). Þótt engum sögum fari af afdrifum rannsóknarinnar efast enginn um áhuga og hæfni Bjarna sem vísindamanns. Hitt er víst að ytri aðstæður voru mót- drægar. Þrátt fyrir mótmælin hafði lyfsalinn fengið hálft húsið og hvar rafmagnsvélin endaði við þær tilfæringar vitum við ekki. Auk þess var Bjarni í annasömu starfi og á þeim tíma fáir í landinu þess umkomnir að skilja eða styðja vísindarannsóknir. Eins og oft vill verða var viljinn eitt, reyndin annað. Hins vegar er löng hefð fyrir því á Íslandi að einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök styðji við heil- brigðisstofnanir með kaupum á nauðsynlegum lækninga- tækjum. Þó var hún óvenjulega höfðingleg gjöfin sem barst þjóðinni frá varnarliðinu í Keflavík árið 1963 fyrir tilstilli Lt. Commander W. R. Johns yfirlæknis. Þetta voru ný og nýleg lækningatæki af sjúkrahúsi varnarliðsins sem átti að endurnýja í samræmi við reglur hersins. Sigurður Sigurðsson landlæknir og nafni hans Samúelsson pró- fessor sögðu blaðamönnum að flest tækin ættu að geta komið að góðum notum, ef ekki á stóru sjúkrahúsunum þá á sjúkrahúsum úti á landi. Einhver vandkvæði væru þó tengd notkun rafmagnstækjanna enda bæði spenna og straumur á rafmagninu á Keflavíkurflugvelli önnur en annars staðar á landinu. Tækin fylltu fjóra vörubíla og Sveinn Þormóðsson tók myndina í anddyri Landspítala þegar sjóliðar voru að losa einn bílanna. Yfir framkvæmdinni vakir sjóliðsforinginn og merkir við númer hvers kassa sem íslenskir verkamenn báru inn í nýja spítalann. Myndin er birt með leyfi Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir Siðfræðiþing lækna í Reykjavík Læknafélag Íslands var einn af stofnendum Alþjóðalæknafélagsins (World Medical Association, WMA) árið 1947 í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og var þá haft að leiðarljósi að alþjóðasamvinna lækna gæti gert ómetanlegt gagn fyrir heilbrigðis- og félagsmál. Alþjóðalæknafélagið heldur nú í fyrsta skipti aðalfund sinn hér á landi í byrjun október og í tengslum við það er haldið alþjóðlegt siðfræðiþing í Reykjavík. Þetta eru tímamót fyrir læknasamfélagið í heild, og ekki á hverjum degi sem þvílíkt tækifæri gefst til að hlusta á alla helstu sérfræðinga í siðfræði undir einu þaki. LÍ hvetur félagsmenn sína til að taka þátt í þinginu. Skráið ykkur sem allra fyrst á: medicalethicsiceland.is * gáttatif án lokusjúkdóms. Heimildir: 1. Patel MR, Mahaffey KW, Garg J, et al. Rivaroxaban versus warfarin in non- valvular atrial fibrillation. N Engl J Med. 2011;365(10):883–91. 2. SmPC fyrir Xarelto. L. IS .M K T. 01 .2 01 8. 01 56 Ja nú ar 2 01 8 XARD0112 – Bilbo ▼ Staðfest virkni og öryggi hjá sjúklingum með gáttatif* og marga fylgisjúkdóma1 Virkni og öryggi Xarelto til varnar heilablóðfalli voru sannreynd í þýði þar sem 87 % sjúklinga voru með CHADS2-skor milli 3 og 6.1 Vörn gegn heilablóðfalli með einni töflu á dag2

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.