Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Síða 13

Læknablaðið - 01.07.2018, Síða 13
LÆKNAblaðið 2018/104 337 R A N N S Ó K N sem höfðu p-gildi undir 0,1 í einbreytugreiningu eða eru þekktar úr öðrum sambærilegum rannsóknum sem forspárþættir. Allar breyturnar stóðust kröfur um hlutfallsbil (proportionality). Áður en rannsóknin hófst voru fengin öll tilskilin leyfi frá Persónuvernd og samþykki frá vísindasiðanefnd. Niðurstöður Alls gengust 1755 sjúklingar undir kransæðahjáveituaðgerð á tímabilinu og voru konur 318 (18%) en karlar 1437 (82%). Áhættuþættir kransæðasjúkdóms, útbreiðsla og aldur Í töflu I sést samanburður milli kynja á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Meðalaldur kvenna var fjórum árum hærri en karla, þær höfðu marktækt oftar sögu um háþrýsting (72% á móti 64%, p=0,009) og EuroSCOREst þeirra var hærra (6,1 á móti 4,3, p<0,001). Karlmenn höfðu oftar sögu um reykingar en hlutfall annarra áhættuþátta, eins og sykursýki og blóðfiturösk- unar, var hins vegar sambærilegt. Útbreiðsla kransæðasjúkdóms, þar með talið hlutfall þriggja æða sjúkdóms og vinstri höfuð- stofnsþrengsla, var sambærileg milli kynja sem og útstreymisbrot vinstri slegils sem var að meðaltali í kringum 55%. Einkenni og fyrri hjartasaga Konur höfðu marktækt alvarlegri hjartaöng skv. flokkun CCS (82% á móti 73% í flokkum III og IV, p=0,02) og oftar einkenni hjarta- bilunar samkvæmt flokkun NYHA (61% á móti 53% í flokkum III og IV, p=0,02) en karlar. Þar að auki voru konur oftar með skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð, eða í 29% tilfella borið saman við 13% (p<0,001) karla. Fyrri saga um hjarta- og æðasjúkdóma eins og hjartadrep, hjartabilun og gáttatif var sambærileg milli kynja en færri konur en karlar höfðu farið í kransæðavíkkun (17% á móti 22%, p=0,04). Aðgerðartengdir þættir Þættir tengdir aðgerðinni eru sýndir í töflu II. Tíðni neyðaraðgerða var sambærileg fyrir bæði kyn, eða í kringum 5%. Hlutfall sjúk- linga sem gekkst undir aðgerð á sláandi hjarta var einnig svipað fyrir bæði kyn, eða 26% hjá konum og 23% hjá körlum (p=0,2). Hjá konum var hins vegar marktækt fleiri aðgerðum á sláandi hjarta breytt yfir í aðgerð með hjarta- og lungnavél, eða 17% á móti 9% aðgerða hjá körlum (p=0,03). Snemmkomnir fylgikvillar og 30 daga dánartíðni Í töflu III sjást snemmkomnir fylgikvillar eftir aðgerð hjá báðum kynjum. Tíðni minniháttar fylgikvilla var að mestu sambærileg milli kynja. Konur greindust þó oftar með þvagfærasýkingu og hjá þeim varð oftar að tappa af fleiðruvökva en hjá körlum. Tíðni alvarlegra fylgikvilla var sambærileg milli kynja. Alls létust 12 konur (4%) og 30 karlar (2%) innan 30 daga en munurinn var ekki marktækur (p=0,1). Ef teknar voru valaðgerðir eingöngu var 30 Tafla III. Snemmkomnir fylgikvillar kransæðahjáveitu. Fjöldi (%) og gagnlíkindahlutfall með 95% öryggisbili. Konur Karlar Gagnlíkindahlutfall (95%-ÖB) p-gildi Allir minniháttar fylgikvillar 169 (53) 686 (48) 1,1 (0,9-1,3) 0,2 - Gáttatif 111 (35) 468 (33) 1,1 (0,9-1,3) 0,4 - Aftöppun fleiðruvökva 50 (16) 147 (10) 1,5 (1,1-2,5) 0,008 - Lungnabólga 22 (7) 93 (6) 1,1 (0,7-1,7) 0,8 - Þvagfærasýking 29 (10) 33 (2) 4,0 (2,4-6,6) <0,001 - Yfirborðssýking í skurðsári 39 (12) 144 (10) 1,2 (0,9-1,7) 0,3 - Skammvinn heilablóðþurrð 5 (2) 16 (1) 1,4 (0,5-3,6) 0,5 Allir alvarlegir fylgikvillar 41(13) 147 (11) 1,3 (0,9-1,8) 0,2 - Miðmætisbólga 3 (1) 13 (1) 1,0 (0,2-3,2) 1,0 - Hjartadrep 38 (12) 134 (10) 1,3 (0,9-1,8) 0,2 - Heilablóðfall 2 (0,6) 7 (0,5) 1,3 (0,2-5,4) 0,4 - Bringubeinslos 5 (2) 22 (2) 1,0 (0,3-2,5) 0,9 - Fjöllíffærabilun 13 (4) 42 (3) 1,4 (0,7-2,5) 0,3 - Bráður nýrnaskaði (RIFLE F) 4 (1) 9 (0,6) 2,0 (0,5-6,2) 0,2 Dánarhlutfall innan 30 daga 12 (4) 30 (2) 1,8 (0,9-3,4) 0,08 Tafla II. Aðgerðartengdir þættir og dvalartími á sjúkrahúsi. Fjöldi (%) eða með- altöl með staðalfráviki. Konur Karlar p-gildi Neyðaraðgerð 20 (6) 63 (4) 0,2 Aðgerð á sláandi hjarta 78 (25) 302 (21) 0,2 - aðgerð breytt yfir á HLV* 13 (17) 27 (9) 0,03 LIMA-græðlingur notaður 291 (92) 1362 (95) 0,04 Fjöldi fjærtenginga 3,3 ± 0,9 3,5 ± 0,9 <0,001 Aðgerðartími, mín 217 ± 56 211 ± 60 0,1 Blæðing fyrstu 24 klst. mL 873 ± 645 984 ± 687 0,006 Fjöldi ein. af rauðkornaþykkni 1,6 ± 2,1 2,8 ± 2,0 <0,001 Legutími á gjörgæslu, dagar 1,9 ± 3,2 2,0 ± 2,9 0,4 Heildarlegutími, dagar 12,2 ± 8,1 10,7 ± 7,6 0,003 * hjarta- og lungnavél

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.