Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 26
350 LÆKNAblaðið 2018/104 Með eftirfarandi yfirliti er fyrirhugað að stikla á nokkrum stærstu leiðarsteinum sem vísindastörf íslenskra lækna hafa markað. Ekki er ætlunin að gera þessu umfangsmikla við- fangsefni nein tæmandi skil enda krefðist það stærra og viða- meira forms. Aðeins örfáir meðal margra verðugra eru nafn- greindir og engir sem enn eru ofan foldar. Persónusagan er þannig ekki í öndvegi en gerð verður tilraun til að skilgreina og fylgja framþróunarbraut þessara fræða og setja í samhengi við almenna og alþjóðlega vísindaþróun. Í öðru tölublaði fyrsta árgangs Læknablaðsins frá árinu 1915 ritar Guðmundur Hannesson (1866-1946) sem þá var í ritstjórn blaðsins hugleiðingu sem nefnist: „Verkefni fyrir íslenska lækna“.1 Tilefnið er grein Þórðar J. Thoroddsens (1856-1929) í sama blaði, „Um sóttnæmi holdsveikinnar“.2 Guðmundur kemst svo að orði: „Það má með nokkrum sanni segja, að á þessari smásjár- og sóttkveikjuöld sé það almennum læknum ofvaxið, að leggja nokkurn verulegan skerf til vísindalegrar læknisfræði, finna nokkuð nýtt. Flest ný rit um sjúkdóma, einkum næmar sóttir, styðjast við hárfínar, margbrotnar rannsóknir, sem engir geta leikið eftir nema lærðir menn og þaulæfðir, menn sem hafa öll tæki nútíðarinnar tilraunadýr og fleiri.“ Og síðan: „Ofan á alt annað bætist það, að alt þetta kostar eigi eingöngu mikinn tíma heldur stórfé. Það sýnist því ekki á færi íslenskra lækna, að taka þátt í þessum bardaga við vanþekkinguna og alt það tjón, sem af henni stafar.“ Erindi Guðmundar við kollega sína, lesendur Læknablaðsins, er þó hið gagnstæða; brýning til dáða á rannsóknarsviðinu: „Og þó hef ég lengi verið sannfærður um það, að þrátt fyrir alt, getum vér lagt til þýðingarmikinn skerf, ef vér vildum og kynnum með að fara, einkum ef vér værum allir á eitt band snúnir.“ Síðan telur hann upp fjölmörg verðug rann- sóknarverkefni fyrir íslenska lækna og lýkur grein sinni með eftirfarandi orðum: „Það þarf ekki annað en að lesa grein Þórðar Thoroddsen um sóttnæmi holdsveikinnar til þess að sjá, hve ágætar athuganir íslenskir læknar geta gert í héruðum sínum. Þessar athuganir hans eru gerðar fyrir löngu, meðan deilan var um sóttnæmi veikinnar, en hafa því miður komið of seint í ljós. Geri ungu læknarnir betur!“ Þetta er athyglisverð brýning og vel rökstudd og gefur glögga innsýn í tíðarandann. Augljósra áhrifa gætir frá þeim byltingarkenndu framförum sem urðu með nýjum skilningi á örverum og sýkingum. Einnig er þetta gott dæmi um hversu mikilvægur vettvangur Læknablaðið var frá upphafi fyrir faglega umræðu og skoðanaskipti íslenskra lækna. Framþróun vísindanna Framþróun vísinda er hugtak sem gerir ráð fyrir skilgreindu ferli er leiðir til æ dýpri þekkingar og aukinnar færni. Ýmsar útgáfur mætti gera af slíku ferli í læknisfræði og hér er ein tilraun þess: 1. Reynsluöflun í starfi án skipulegrar nálgunar. 2. Frumvirk (próactíf) reynsluöflun. Læknir eða rannsakandi beinir athygli sérstaklega að tilteknu verkefni og viðar kerfisbundið að sér klínískri reynslu. 3. Skipuleg könnun á heilsufari, sjúkdómsviðbrögðum eða af- drifum skilgreinds rannsóknarþýðis. 4. Mat á áhættuþáttum og áhrifavöldum umhverfis og innri þátta á heilsufar og/eða heilsutjón tiltekins rannsóknarþýðis. 5. Rannsókn á hlutverki erfðavísa í forspá um sjúkdóma og samvirkni þeirra við umhverfisþætti eða innri ferla. 6. Rannsókn á sameindaferlum, sem eru háðir erfðaþáttum og umhverfisáhrifum. Áhrif þeirra á heilsufar skilgreint og skýrt (sameindalíffræði). 7. Gerð meðferðarúrræða, sem byggja á fyrri þróunarforsend- um. Prófun slíkra úrræða, til dæmis lyfjameðferðar með slembirannsóknum, oft á fjölþjóðlegum vettvangi. Vísindastörf íslenskra lækna – framþróun fræðanna Þórður Harðarson thordhar@landspitali.is Guðmundur Þorgeirsson gudmth@landspitali.is Þetta er ein þeirra greina sem Læknablaðið kallaði eftir í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Fyrrum prófessorar í lyflæknisfræði við Háskóla Íslands og Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.