Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.2018, Page 30

Læknablaðið - 01.07.2018, Page 30
354 LÆKNAblaðið 2018/104 menn, bæði innlendir og erlendir, hafa síðan byggt á þessari vinnu og hin arfgenga íslenska heilablæðing hefur verið ítarlega rannsökuð. Segja má að þær rannsóknir hafi getið af sér nýtt víðtækt rannsóknarsvið. Komið hefur á daginn að sjúkdómurinn stafar af stökkbreytingu í cystatin C geninu. Hið stökkbreytta cystatin C myndar mýlildi sem hleðst upp í slagæðum og slag- æðlingum heilans og reyndar víðar.16 Æðaveggirnir veikjast og bresta og heilablæðingar hljótast af. Sjúkdómurinn hefur hlotið alþjóðlega nafnið Hereditary Cystatin C Amyloid Angiopathy; arf- gengur cystatin C mýlildis æðasjúkdómur. Rannsóknir á eingenasjúkdómum eins og hinum íslenska heilablæðingarsjúkdómi réðu lögum og lofum í mannerfða- fræðirannsóknum fram á 21. öldina. Hinir flóknu algengu fjöl- genasjúkdómar voru þó lengi búnir að vera stóra áhugamálið í læknisfræðinni. Sjúkdómar á borð við kransæðasjúkdóm, sykursýki, háþrýsting, astma, Alzheimersjúkdóm, gigtsjúkdóma, ýmis krabbamein og svo framvegis. Listinn er ógnarlangur og á honum eru saman komin mörg stærstu heilsufarsvandamál sam- tímans. Með tilkomu nýrrar aðferðar, víðtæku erfðamengisrann- sóknarinnar (genome wide association study, GWAS), varð bylting í rannsóknum á þessum sjúkdómum. Talað er um vatnaskilin 2007 því í sömu vikunni í júní það ár birtust þrjár vísindagreinar sem greindu frá fyrstu erfðabreytileikunum sem unnt var að tengja með mikilli vissu við kransæðasjúkdóm og staðsettir eru á 9. litn- ingi, á svæði sem kallast 9p21.3. Ein af þessum vísindagreinum var unnin og skrifuð af íslenskum vísindamönnum undir forystu vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar.17 Þetta var upphafið að þeirri alþjóðlegu þekkingarsprengingu sem orðið hefur á rannsóknum á erfðafræði sjúkdómanna algengu og flóknu. Enn öflugri tækni, heildarraðgreining erfðamengisins (whole genome sequencing), hefur síðan bæst í vopnabúrið. Íslensk erfðagreining á stóran þátt í ríkulegri uppskeru á heimsvísu í rannsóknum á fjöl- mörgum sjúkdómum og reyndar merkum erfðafræðilegum upp- götvunum utan sviðs sjúkdómafræðinnar. Óteljandi spurningum er ósvarað, engin lyf eða meðferðarúrræði hafa enn sprottið af allri þessari árangursríku vinnu, en segja má að uppgötvanir síðustu ára hafi skilgreint viðfangsefni fyrir fjölda vísindamanna langt inn í framtíðina og hagnýtingin er eflaust fyrst og fremst tímaspursmál. Það er einnig talað um að vatnaskil hafi orðið árið 1948, árið sem fyrsta viðurkennda slembirannsóknin birtist.18 Eins og flest vísindaleg stórvirki átti hún sér undanfara, en í frægri grein í British Medical Journal um meðferð á berklum með streptómýsíni komu fram mörg grundvallaratriði þessarar rannsóknaraðferðar sem hafa staðist tímans tönn; slembun, notkun sýndarlyfja (place- bo), blindun, upplýst samþykki og fleira. Í kjölfarið gerbreyttist læknisfræðin og almennt er viðurkennt að hin framskyggna slembirannsókn sé öflugasta aðferð sem þekkist til að meta hvort orsakasamband sé milli íhlutunar (meðferðar) og meðferðar- niðurstöðu (endapunkts). Samt eru bæði gallar og takmarkanir á aðferðinni. Slembirannsóknir eru þungar í vöfum, mannfrekar og kostnaðarsamar og þurfa því oftast fjölþjóðlega samvinnu. Íslendingar hafa lagt mikilvægan skerf til slíks samstarfs, og þótt einstakir rannsakendur hverfi oft í mannhaf slíkra rannsókna dregur það ekki úr gildi vísindaframlagsins því aðeins með stórum slembirannsóknum í víðtæku samstarfi verður mörgum mikilvægum klínískum spurningum svarað. Lokaorð Eins og hér hefur verið rakið ná vísindarannsóknir íslenskra lækna aftur til upphafs stéttarinnar á 18. og 19. öld. Þótt vöxtur- inn hafi verið hægur framan af hafa 20. og 21. öldin orðið vitni að frjórri og öflugri þekkingarleit á alþjóðlega vísu. Eins og víðast annars staðar hefur framþróun vísindanna sótt styrk í samstarf vísindamanna með fjölbreyttan bakgrunn. Í heild er þetta stór og merk saga og þetta stutta yfirlit er eðli málsins samkvæmt tak- markað, meðal annars af sjóndeildarhring höfundanna. Víðtækt könnunarstarf þyrfti til að gera þessari sögu full skil og væri það vissulega verðugt verkefni og verðugur bautasteinn að reisa braut ryðjendum í vísindastarfi íslenskra lækna. Heimildir 1. Hannesson G. Verkefni fyrir íslenska lækna. Læknablaðið 1915; 2:2 5-7. 2. Thoroddsen ÞJ. Um sóttnæmi holdsveikinnar. Læknablaðið 1915; 2: 20-5. 3. Jónsson V. Lækningar og saga. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1969. 4. Hirlekar G. Velkomin til Akureyrar. Læknablaðið 2006; 92: 291. 5. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1752-1757. Örn og Örlygur, Reykjavík 1975. 6. Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. Snælandsútgáfan, Reykjavík 1945. 7. Magnússon MK, Þorgeirsson G. Tveir læknar hlutu Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2012. Læknablaðið 2013; 99: 102-3. 8. Finnsson H. Mannfækkun á Íslandi af hallærum. Sérútgáfa. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1970. 9. Björnsson ÓG. Stefán Jónsson (1881-1961), læknir. Aldarminning um starf hans á Íslandi. Húni 2016; 38: 1-41. 10. Dungal N. Lung carcinoma in Iceland. Lancet 1950; 1, 256: 245-7. 11. Hallgrímsson J. Magakrabbamein í Íslendingum. Læknablaðið 1992; 78: 61-78. 12. Sigurjónsson J. Mataræði og heilsufar á Íslandi. Rit Manneldisráðs Íslands I. Reykjavík 1943. 13. Magnússon Þ. Jón Steffensen. Minningarorð. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1991: 5-10. 14. Sigurðsson B. Observations on three slow infections of sheep – Article 3; Rida, a chronic encephalitis of sheep: With general remarks on infections which develop slowly and some of their special characteristics. Br Vet J 1954; 110: 41-354. 15. Árnason Á. Apoplexie und ihre Vererbung. Acta Psychiatrica Neurologica Supplement VII 1935: 16. 16. Snorradottir AO, Isaksson HJ, Ingthorsson S, Olafsson E, Palsdottir A, Bragason BT. Pathological changes in basement membranes and dermal connective tissue of skin from patients with hereditary cystatin C amyloid angiopathy. Lab Invest 2017; 97: 383-94. 17. Helgadottir A, Thorleifsson G, Manolescu A, Gretarsdottir S, Blondal T, et al. A common variant on chromosome 9p21 affects the risk of myocardial infarction. Science 2007; 316: 1491-3. 18. Medical Research Council. Streptomycin treatment of pulmonary tuberculosis. A Medical Research Council Investigation. BMJ 1948; 2: 769-82.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.