Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 32
356 LÆKNAblaðið 2018/104 Nýtt aðildarfélag Læknafélags Íslands leit dagsins ljós 18. janúar á Læknadög- um þegar haldinn var stofnfundur Félags sjúkrahúslækna. Stofnun félagsins kem- ur í kjölfar mikilla breytinga á skipulagi Læknafélags Íslands sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi. Niðurstaða vinnuhóps á vegum Læknafélags Íslands var að fjögur félög: Læknafélag Reykja- víkur, Félag íslenskra heimilislækna, Fé- lag almennra lækna og Félag sjúkrahús- lækna yrðu aðildarfélög Læknafélags Íslands með tvo fulltrúa hvert í stjórn LÍ og færu með atkvæði félagsmanna sinna á aðalfundi LÍ. Hið nýja félag á að rúma alla sérfræði- lækna sem starfa á sjúkrahúsum og opin- berum stofnunum og skarast þannig að nokkru leyti við Læknafélag Reykjavíkur sem er félag sjálfstætt starfandi lækna. Eins og fram kom á fundinum er ekkert sem hindrar þá er vilja að vera félagar í báðum félögum. Sjúkrahúslæknar voru áður flestir í Læknafélagi Reykjavíkur og Læknafélagi Akureyrar. Í fyrstu stjórn Félags sjúkrahúslækna sitja María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir formaður, Hjörtur Friðrik Hjartarson vara- formaður, Ólafur Helgi Samúelsson gjald- keri, Sunna Snædal ritari og Ragnheiður Baldursdóttir meðstjórnandi. Hverjir eru helstu hagsmunir félagsmanna? Helstu hagsmunir félagsmanna snúa að starfsumhverfi í víðum skilningi, vinnu- aðstöðu, endurmenntun, gæða- og kjara- málum, svo eitthvað sé nefnt. Skilgrein- ingar á verkefnum og skýrar starfslýsingar eru mikilvægar sem og sameiginleg túlk- un á eðlilegu vinnuframlagi og ábyrgð lækna. Mikið álag einkennir vinnudag margra sérfræðilækna og því er nýliðun mikilvæg til að tryggja að vinnuálag sé hæfilegt. Við þurfum að horfast í augu við að læknar geta misst starfsgetu til lengri eða skemmri tíma ef álag er óviðunandi. Það að hafa áhrif á sínum vinnustað er mikilvægt, eflir fólk í starfi og eykur starfsánægju. Hvaða mál brenna helst á sjúkrahúslækn- um? Starfsumhverfi lækna er okkur hug- leikið og í því felst uppbygging heilbrigð- isþjónustu landsmanna og skilgreining verk efna á hverju þjónustustigi. Kerfin þurfa að vinna saman með heildarhags- muni landsmanna að leiðarljósi því við eru á einhverjum hluta ævinnar öll neyt- endur og greiðendur fyrir þessa þjónustu. Þjóðin er sammála um að heilbrigðis- þjónusta sé mikilvæg, eigi að vera í forgangi og við þurfum að taka þessa umræðu. Regluleg endurskoðun á upp- byggingu heilbrigðiskerfisins á að vera sjálfsögð, með gæði og hagkvæmni að leiðarljósi. Við þurfum skýra framtíðarsýn, lang- tímamarkmið að geta byggt upp heil- brigðisþjónustu landsins. Félagið telur að læknar eigi að hafa meiri áhrif á þá vinnu og leiðbeina stjórnvöldum. Áherslumál Á hvaða mál munt þú sem formaður leggja áherslu? Verkefni haustsins er að hefja samtal við sérfræðilækna. Kanna hvaða málefni liggja félagsmönnum á hjarta. Markmið félagsins eru fjölþætt og nauðsynlegt að forgangsraða í samráði við félagsmenn. Sem formaður tel ég að mitt mikilvægasta verkefni sé að halda yfirsýn, vinna að sett- um sameiginlegum markmiðum félagsins „Þurfum að taka umræðu um endurskoðun og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins” – segir María I. Gunnbjörnsdóttir formaður Félags sjúkrahúslækna ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.