Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2018, Side 39

Læknablaðið - 01.07.2018, Side 39
LÆKNAblaðið 2018/104 363 ■ ■ ■ Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok maí stóðu Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Heilbrigðisstofn- un Austurlands (HSA) fyrir sameiginlegu málþingi á Kirkjubæjarklaustri. Tilefnið var upphaf á innleiðingu á notkun á fjarheilbrigðisþjónustu á 8 nýjum stöðum á Suður- og Austurlandi. Tækjabúnaður- inn sem um ræðir var keyptur fyrir styrk- fé velferðarráðuneytisins frá fyrirtækinu AMD Global Telemedicine. Tæki HSU eru staðsett í Laugarási, á Hellu, Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum en tæki HSA eru á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Frumkvöðulsstarf á Kirkjubæjarklaustri Kirkjubæjarklaustur er gott dæmi um fjarheilbrigðisþjónustu sem hefur verið innleidd að frumkvæði heimamanna. Ástæðan er sú að þar er ekki alltaf læknir á staðnum en það er þá hlutverk hjúkr- unarfræðingsins á staðnum að sjá til þess að læknirinn fái upplýsingar og gögn en á Klaustri hafa verið tæki til fjarheilbrigð- isþjónustu í 5 ár og gefist einstaklega vel. Fimm fyrirlestrar voru haldnir á málþinginu en þau sem töluðu voru þau Auðbjörg Bjarnadóttir hjúkrunarstjóri Kirkjubæjarklaustri, Guðjón Hauksson forstjóri HSA, Hjörtur Kristjánsson fram- kvæmdastjóri HSU og þeir Eric Bacon for- stjóri og Riley Normandin fram- kvæmdastjóri alþjóðaviðskiptadeildar AMD Global Telemedicine fyrirtækisins þar sem fjarlækningatækin voru keypt. Miklar væntingar til fjarheilbrigðisþjónustu Á málþinginu kom meðal annars fram að væntingar eru miklar til fjarheilbrigð- isþjónustu, ekki eingöngu til notkunar á nýrri tækni heldur einnig væntingar um að geta fært sérhæfða heilbrigðisþjón- ustu nær íbúum í dreifðum byggðum. „Árangur af verkefnum á sviði fjarheil- brigðisþjónustu hefur oft skilað miklu hagræði, sem er meðal annars fólgið í því að sjúkraflutningum hefur fækkað, ferða- kostnaður skjólstæðinganna sem þurfa á sérfræðiþjónustu að halda hefur minnkað og skilað betri nýtingu sérfræðinga og fag- fólks. Verkefni sem þetta er ekki hugsað til að leggja niður þjónustu eða spara,“ segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, um leið og hún leggur áherslu á að fjarheil- brigðisþjónustan snúist um að nýta tíma og fjármuni á sem bestan hátt á sama tíma og þjónustan sé færð nær íbúum með aukinni samvinnu fagaðila innan og milli stofnana í heilbrigðisþjónustu. „Það sem er mikilvægast er að sjúklingar fái skoðun og úrlausn í sínu héraði þegar þess er kostur,“ segir Herdís. Búnaðurinn er tengdur við Sögu Búnaðurinn sem HSA og HSU keyptu gengur með öðrum tölvubúnaði og hann má nýta á margan hátt og búið er að tengja tækin við rafræna sjúkraskrárkerf- ið Sögu. Fjarheilbrigðistækjunum fylgja ýmis tæki, meðal annars til að mynda í eyru, augu, munn, húð. Að auki fylgja hjartsláttarrit, blóðþrýstingsmælir, mett- unarmælir, hjartalínurit og öndunarmælir. Tæknin býður upp á þrívíddarskoðun, þar sem hægt er að skoða hreyfingu sjúklings og fleira. Samhliða almennri heilsugæslu- þjónustu og þjónustu sérgreinalækna má einnig nýta búnaðinn til bráðaþjónustu, sálfræðiþjónustu, fjareftirlits með sjúk- lingum, heimahjúkrunar og fjarþjálfun- ar. „Svona tæki gætu mögulega verið til staðar til dæmis í skólum og á fjölsóttum ferðamannastöðum eða litlum þéttbýl- isstöðum þar sem engin heilbrigðis- eða læknisþjónusta er venjulega til staðar,“ bætir Herdís við. Um 50 stjórnendur úr heilbrigðiskerfinu ásamt erlendum gestum og sérfræðingum mættu á málþing um fjarlækningar á Kirkjubæjarklaustri 28. maí í vor. Sigurður Árnason læknir á Kirkjubæjarklaustri og Riley Normandi frá AMD Global Tel- emedicine við hluta af fjarlækningarbúnaðnum sem staðsettur er á heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri. Fram kom á málþinginu að þjálfun starfsmanna á nýju tækin er hafin og það er hugur í heilbrigð- isstarfsfólki og stjórn- endum HSA og HSU að leggja sitt af mörkum til að jafna aðgengi íbúa á landsbyggðinni að heil- brigðisþjónustu. Miklar væntingar gerðar til fjar- heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.