Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2018, Side 50

Læknablaðið - 01.07.2018, Side 50
374 LÆKNAblaðið 2018/104 Norrænir geðlæknar héldu sitt 32. þing hér í Reykjavík 13.-16. júní. Þingið er eitt hið stærsta sem haldið hefur verið en þátttakendur voru á sjöunda hundrað frá fjölmörgum löndum þó flestir væru frá Norðurlöndunum. Þetta er í fjórða sinn sem íslenskir geðlæknar standa fyrir þinginu sem haldið er á þriggja ára fresti en áður var það haldið hérlendis 1973, 1988 og 2003. Frummælendur á þinginu voru 8 tals- ins: Alan Tasman frá Louisianaháskóla, Elias Eriksson frá Gautaborgarháskóla, Jan Olav Johannesen frá háskólanum í Stafangri, John Geddes frá Oxford- háskóla, Kerstin Jessica Plessen frá Kaupmannahafnarháskóla, Oliver Howes frá Imperial College London, Olli Kampman frá Tampereháskóla og Unnur Valdimars- dóttir frá Háskóla Íslands. Á þinginu voru haldnar á þriðja tug málstofa um fjölbreytt efni og má þar nefna rannsóknir um fíkn og fíknsjúk- dóma, fæðingarþunglyndi, kynskipti- aðgerðir, gervigreind og fjarlækningar, ljósameðferð og áhrif birtu á svefn og skammdegisþunglyndi. Mörg þessara við- fangsefna kalla á þverfaglega nálgun fleiri sérgreina læknisfræði en fyrirlestur Alans Tasman minnti þátttakendur á hversu mikilvægt er á tímum hraðfara tækniþró- unar í heimi lífvísinda og læknisfræði að hlusta á sjúklinginn og og gefa sér tíma til að mynda tengsl á milli geðlæknis og sjúklings. Fjölmennt norrænt geðlæknaþing Geðlæknar messuðu ekki bara í Silfurbergi og Norð- urljósum heldur í hverjum krók og kima í Hörpu, og hér er Nanna Briem geðlæknir með lítinn hóp þátttakenda á ráðstefnunni í fundarherbergi á jarð- hæðinni. Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Inflectra 100 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Virkt efni: infliximab er blendings manna- -músa IgGl einstofna mótefni sem er myndað í músa blendingsæxlisfrumum með DNA samrunaerfðatækni. Ábendingar: Iktsýki gefið samhliða metotrexati - hjá fullorðnum sjúklingum með virkan sjúkdóm þegar svörun við öðrum gigtarlyfjum sem draga úr sjúkdómseinkennum (sjúkdómstemprandi gigtarlyfjum - DMARDs), þar með talið metotrexat, hefur ekki verið fullnægjandi.- hjá fullorðnum sjúklingum með alvarlegan, virkan og versnandi sjúkdóm sem hafa ekki áður verið meðhöndlaðir með metotrexati eða öðrum gigtarlyfjum (sjúkdómstemprandi gigtarlyfjum). Crohns sjúkdómur hjá fullorðnum, meðferð við miðlungs virkum eða mjög virkum Crohns sjúkdómi hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa ekki svarað þrátt fyrir fullnægjandi barkstera- og/eða ónæmisbælandi lyfjameðferð; eða hjá sjúklingum sem ekki þola þá meðferð eða slík meðferð er ekki viðeigandi af læknisfræðilegum ástæðum. Meðferð við fistilmyndandi, virkum Crohns sjúkdómi hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa ekki svarað þrátt fyrir fullnægjandi hefðbundna lyfjameðferð (þar með talið sýklalyf, afrennsli (drainage) og ónæmisbælandi lyfjameðferð). Crohns sjúkdómur hjá börnum, meðferð við alvarlegum virkum Crohns sjúkdómi hjá börnum og unglingum 6 til 17 ára sem hafa ekki svarað hefðbundinni meðferð þar með talið með barksterum, ónæmismótandi lyfjameðferð og næringarmeðferð; eða hjá sjúkling- um sem ekki þola eða eru með frábendingar fyrir þannig meðferðum. Infliximab hefur eingöngu verið rannsakað í samsettri meðferð með hefðbundinni ónæmisbælandi meðferð. Sáraristilbólga Inflectra er ætlað til meðferðar við miðlungs virkri eða mjög virkri sáraristilbólgu (ulcerative colitis) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa ekki fengið nægilega góða svörun við hefðbundinni meðferð (að meðtöldum barksterum og 6-merkaptópúríni (6-MP) eða azatíópríni (AZA) og hjá sjúklingum sem ekki þola þá meðferð eða slík meðferð er ekki viðeigandi af læknisfræðilegum ástæðum. Sáraristilbólga hjá börnum, Inflectra er ætlað til meðferðar við mjög virkri sáraristilbólgu (ulcerative colitis) hjá börnum og unglingum á aldrinum 6 til 17 ára sem hafa ekki fengið nægilega góða svör- un við hefðbundinni meðferð að meðtöldum barksterum og 6-merkaptópúríni (6-MP) eða azatíópríni (AZA) og hjá sjúklingum sem ekki þola þá meðferð eða slík meðferð er ekki viðeigandi af læknisfræðilegum ástæðum. Hryggikt, meðferð við alvarlegri, virkri hryggikt hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa ekki svarað hefðbundinni meðferð á fullnægjandi hátt. Sóraliðagigt, meðferð við virkri og framsækinni sóraliðagigt hjá fullorðnum sjúklingum, þegar ekki hefur fengist fullnægjandi svörun við fyrri sjúkdómstemprandi gigtarlyfjameðferð. Inflectra á að gefa í samsettri meðferð með metotrexati eða eitt og sér hjá sjúklingum sem þola ekki metotrexat eða hjá sjúklingum sem eiga ekki að nota metotrexat vegna frábendinga.Psoriasis, meðferð við miðlungs alvarlegum eða alvarleg- um skellupsoriasis hjá fullorðnum sjúklingum sem svara ekki, mega ekki fá eða þola ekki aðra meðferð sem tekur til alls líkamans, þar með talið ciklósporín, metotrexat og psoralen útfjólubláir geislar af gerð A (PUVA). Frábendingar Sjúklingar með sögu um ofnæmi fyrir infliximabi (sjá kafla 4.8), ofnæmi fyrir öðrum músapróteinum eða einhverju hjálparefnanna. Sjúklingar með berkla eða aðrar alvarlegar sýkingar eins og blóðsýkingu, ígerð og tækifærissýkingar. Sjúklingar með miðlungs alvarlegan til alvarlega hjartabilun (NYHA flokkur III/IV). Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Hospira UK Ltd. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum má hafa samband við umboðsaðila: Alvogen HS, Sæmundargötu 15-19, 101 Reykjavík, sími 522 2900. ATH. Textinn er styttur, sjá nánari upplýsingar á vefsíðunni www.serlyfjaskra.is.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.