Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 76

Morgunblaðið - 28.06.2018, Síða 76
FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 179. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Hjörtur segir upp störfum 2. Krabbamein gerði út um … 3. Leyndarmál Nicole Kidman … 4. Dónalegur Maradona … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Helguleik fagnað í FÍH-salnum í dag  Hóf vegna útgáfu bókarinnar Helguleikur - saga Helgu Ingólfs- dóttur og Sumartónleika í Skálholts- kirkju verður haldið kl. 17 í dag í sal FÍH við Rauðagerði. Auk bókarinnar verður þar kynnt starf Sumartón- leikanna en dagskrá þeirra hefst 7. júlí næstkomandi.  Listakonan Zoé Sauvage opnar myndlistarsýn- inguna Welcome to New Zoéland kl. 18 í dag í Lista- stofunni, Hring- braut 119. Nýja- Zoéland er inn- blásin ferð í duttl- ungafullan hugarheim listamannsins Zoé Sauvage gegnum teikningu/ málverk, myndband og innsetningu. Landið sem er heimsótt: frændeyja Nýja-Sjálands. Velkomin í ferðalag til Nýja-Zoélands  Gunnar Björn Guðmundsson, leik- stjóri íslensku kvikmyndarinnar Astrópíu, leiðir menningar- og heilsu- göngu um tökustaði kvik- mynda í miðbæ Hafn- arfjarðar kl. 20 í kvöld. Lagt verður af stað frá Bæjarbíói eftir sýningu stutt- myndarinnar Kara- mellumyndarinnar. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Á kvikmyndaslóðum í Hafnarfirði Á föstudag Sunnan 3-8 m/s og rigning með köflum, en þurrt og bjart veður austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-13 m/s suðvestan- og vestan- lands, annars heldur hægari. Rigning með köflum, en bjart veður á NA- og A-landi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. VEÐUR „Þetta var mjög skemmtilegt en svolítið brjálað á köflum, sérstaklega þar sem maður var að ferðast mikið á stuttum tíma og taka þátt í æfingum. En það var gaman að skoða þetta og sjá hvernig þessi heimur er,“ segir Tryggvi Snær Hlinason um þátttöku sína í nýliðavali NBA- deildarinnar í körfuknatt- leik í Bandaríkjunum á dögunum. »1 Skemmtilegt en svolítið brjálað „Ferillinn með landsliðinu hefur verið skemmtilegur, ekki síst sigurstund- irnar á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og á Evrópumótinu í Austurríki 2010. Það hefur alla tíð verið til- hlökkunarefni að mæta í leiki með landsliðinu og kynnast öllum þeim sem æft hafa og leikið með mér á þeim 15 ár- um sem liðin eru frá mín- um fyrsta lands- leik,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem flytur heim í sum- ar eftir 13 ára feril sem at- vinnumaður í handknattleik. »4 Alltaf tilhlökkun að mæta á landsliðsæfingar Það virðist ekki fylgja því nein sér- stök gæfa að mæta til leiks á heims- meistaramót sem ríkjandi heims- meistari. Því fengu Þjóðverjar að kynnast í gær þegar þeir féllu úr keppni eftir tap, 2:0, fyrir Suður- Kóreu í lokaleik sínum í F-riðli. Þjóð- verjar eru þar með á heimleið. Tvenn- ir síðustu meistarar á undan Þjóð- verjum hlutu sömu örlög. »2 Þjóðverjar á heimleið frá HM í Rússlandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra og Heather Alda Ireland, fyrr- verandi ræðismaður Íslands í Van- couver, verða heiðursgestir á Íslendingadagshátíðinni á Gimli í Kanada í ár. Katrín verður einnig heiðursgestur á hátíð í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum um sömu helgi. Viðburðurinn á Gimli er fjölmenn- asta hátíð Manitoba ár hvert, en und- anfarin ár hafa um 50.000 manns heimsótt „höfuðstað“ Nýja-Íslands við Winnipegvatn um verslunar- mannahelgina, þegar skemmtunin er. Grant Stefanson, forseti Íslend- ingadagsnefndar, hélt aftur til Kan- ada síðastliðinn sunnudag eftir að hafa tekið þátt í opinberri dagskrá hátíðarhaldanna í Reykjavík 17. júní í boði stjórnvalda, kynnt hátíðina vestra fyrir ráðamönnum og spilað í golfmótinu Arctic Open á Akureyri. Hann segist meðal annars hafa átt ánægjulega fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta. „Á fundinum með forsætisráð- herra ræddum við meðal annars sögu landnáms Íslendinga í Norður- Ameríku og sérstaklega merkilega sögu Nýja-Íslands,“ segir Grant og bætir við að þau hafi m.a. farið yfir stöðuna í kanadískum stjórnmálum. „Íslenskur“ fótbolti Íslendingahátíðin fer nú fram í 129. skipti. Dagskráin er í föstum skorðum og mikið lagt upp úr menn- ingu og íþróttum auk skemmtana af ýmsum toga. Sérstök hátíðardagskrá er á mánudeginum, síðasta degi há- tíðarinnar, og þá flytur Katrín minni Kanada, en Heather minni Íslands. „Sem fyrr er tilgangurinn að vekja athygli á íslenskri menningu, vernda hana og efla,“ segir Grant. „Öll dag- skráin tekur mið af upprunanum og ekki fer framhjá neinum að yfir- bragðið er íslenskt.“ Framganga íslenskrar knatt- spyrnu á alþjóðavettvangi hefur ekki farið framhjá skipuleggjendum há- tíðarinnar, en fótbolti hefur ekki mik- ið verið stundaður á Gimli og í nær- sveitum. Á hverju ári er bryddað upp á einhverju nýju og að þessu sinni ætla nokkrir Íslendingar að sýna hvernig leika á „íslenska“ knatt- spyrnu. Strandblakið verður á sínum stað sem og koddaslagurinn, sem gjarnan vekur mikla athygli. „Að vanda blöndum við saman gamni og alvöru,“ segir Grant, sem hefur kom- ið sjö sinnum til Íslands, fyrst með „öldungaliði“ í íshokkíi, sem kom, sá og sigraði í alþjóðlegri keppni í Reykjavík. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands,“ segir keppnis- maðurinn. „Vinahópurinn stækkar með hverri heimsókn og orðaforðinn eykst.“ Hann hælir Jaðarsvelli, golf- vellinum á Akureyri, en segir hann lúmskan og erfiðan. „Ég mæli með honum en minni kylfinga á að taka með sér nógu margar golfkúlur.“ Katrín heiðursgestur vestra  Íslendingadags- hátíðin í Manitoba í 129. skipti Leiðtogar Hjónin Shannon og Grant Stefanson með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Reykjavík. Á Jaðarsvelli Grant, Björgólfur Jóhannsson og Eric, föðurbróðir Grants.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.