Morgunblaðið - 28.06.2018, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 28.06.2018, Qupperneq 76
FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 179. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Hjörtur segir upp störfum 2. Krabbamein gerði út um … 3. Leyndarmál Nicole Kidman … 4. Dónalegur Maradona … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Helguleik fagnað í FÍH-salnum í dag  Hóf vegna útgáfu bókarinnar Helguleikur - saga Helgu Ingólfs- dóttur og Sumartónleika í Skálholts- kirkju verður haldið kl. 17 í dag í sal FÍH við Rauðagerði. Auk bókarinnar verður þar kynnt starf Sumartón- leikanna en dagskrá þeirra hefst 7. júlí næstkomandi.  Listakonan Zoé Sauvage opnar myndlistarsýn- inguna Welcome to New Zoéland kl. 18 í dag í Lista- stofunni, Hring- braut 119. Nýja- Zoéland er inn- blásin ferð í duttl- ungafullan hugarheim listamannsins Zoé Sauvage gegnum teikningu/ málverk, myndband og innsetningu. Landið sem er heimsótt: frændeyja Nýja-Sjálands. Velkomin í ferðalag til Nýja-Zoélands  Gunnar Björn Guðmundsson, leik- stjóri íslensku kvikmyndarinnar Astrópíu, leiðir menningar- og heilsu- göngu um tökustaði kvik- mynda í miðbæ Hafn- arfjarðar kl. 20 í kvöld. Lagt verður af stað frá Bæjarbíói eftir sýningu stutt- myndarinnar Kara- mellumyndarinnar. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Á kvikmyndaslóðum í Hafnarfirði Á föstudag Sunnan 3-8 m/s og rigning með köflum, en þurrt og bjart veður austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-13 m/s suðvestan- og vestan- lands, annars heldur hægari. Rigning með köflum, en bjart veður á NA- og A-landi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. VEÐUR „Þetta var mjög skemmtilegt en svolítið brjálað á köflum, sérstaklega þar sem maður var að ferðast mikið á stuttum tíma og taka þátt í æfingum. En það var gaman að skoða þetta og sjá hvernig þessi heimur er,“ segir Tryggvi Snær Hlinason um þátttöku sína í nýliðavali NBA- deildarinnar í körfuknatt- leik í Bandaríkjunum á dögunum. »1 Skemmtilegt en svolítið brjálað „Ferillinn með landsliðinu hefur verið skemmtilegur, ekki síst sigurstund- irnar á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og á Evrópumótinu í Austurríki 2010. Það hefur alla tíð verið til- hlökkunarefni að mæta í leiki með landsliðinu og kynnast öllum þeim sem æft hafa og leikið með mér á þeim 15 ár- um sem liðin eru frá mín- um fyrsta lands- leik,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem flytur heim í sum- ar eftir 13 ára feril sem at- vinnumaður í handknattleik. »4 Alltaf tilhlökkun að mæta á landsliðsæfingar Það virðist ekki fylgja því nein sér- stök gæfa að mæta til leiks á heims- meistaramót sem ríkjandi heims- meistari. Því fengu Þjóðverjar að kynnast í gær þegar þeir féllu úr keppni eftir tap, 2:0, fyrir Suður- Kóreu í lokaleik sínum í F-riðli. Þjóð- verjar eru þar með á heimleið. Tvenn- ir síðustu meistarar á undan Þjóð- verjum hlutu sömu örlög. »2 Þjóðverjar á heimleið frá HM í Rússlandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra og Heather Alda Ireland, fyrr- verandi ræðismaður Íslands í Van- couver, verða heiðursgestir á Íslendingadagshátíðinni á Gimli í Kanada í ár. Katrín verður einnig heiðursgestur á hátíð í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum um sömu helgi. Viðburðurinn á Gimli er fjölmenn- asta hátíð Manitoba ár hvert, en und- anfarin ár hafa um 50.000 manns heimsótt „höfuðstað“ Nýja-Íslands við Winnipegvatn um verslunar- mannahelgina, þegar skemmtunin er. Grant Stefanson, forseti Íslend- ingadagsnefndar, hélt aftur til Kan- ada síðastliðinn sunnudag eftir að hafa tekið þátt í opinberri dagskrá hátíðarhaldanna í Reykjavík 17. júní í boði stjórnvalda, kynnt hátíðina vestra fyrir ráðamönnum og spilað í golfmótinu Arctic Open á Akureyri. Hann segist meðal annars hafa átt ánægjulega fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta. „Á fundinum með forsætisráð- herra ræddum við meðal annars sögu landnáms Íslendinga í Norður- Ameríku og sérstaklega merkilega sögu Nýja-Íslands,“ segir Grant og bætir við að þau hafi m.a. farið yfir stöðuna í kanadískum stjórnmálum. „Íslenskur“ fótbolti Íslendingahátíðin fer nú fram í 129. skipti. Dagskráin er í föstum skorðum og mikið lagt upp úr menn- ingu og íþróttum auk skemmtana af ýmsum toga. Sérstök hátíðardagskrá er á mánudeginum, síðasta degi há- tíðarinnar, og þá flytur Katrín minni Kanada, en Heather minni Íslands. „Sem fyrr er tilgangurinn að vekja athygli á íslenskri menningu, vernda hana og efla,“ segir Grant. „Öll dag- skráin tekur mið af upprunanum og ekki fer framhjá neinum að yfir- bragðið er íslenskt.“ Framganga íslenskrar knatt- spyrnu á alþjóðavettvangi hefur ekki farið framhjá skipuleggjendum há- tíðarinnar, en fótbolti hefur ekki mik- ið verið stundaður á Gimli og í nær- sveitum. Á hverju ári er bryddað upp á einhverju nýju og að þessu sinni ætla nokkrir Íslendingar að sýna hvernig leika á „íslenska“ knatt- spyrnu. Strandblakið verður á sínum stað sem og koddaslagurinn, sem gjarnan vekur mikla athygli. „Að vanda blöndum við saman gamni og alvöru,“ segir Grant, sem hefur kom- ið sjö sinnum til Íslands, fyrst með „öldungaliði“ í íshokkíi, sem kom, sá og sigraði í alþjóðlegri keppni í Reykjavík. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands,“ segir keppnis- maðurinn. „Vinahópurinn stækkar með hverri heimsókn og orðaforðinn eykst.“ Hann hælir Jaðarsvelli, golf- vellinum á Akureyri, en segir hann lúmskan og erfiðan. „Ég mæli með honum en minni kylfinga á að taka með sér nógu margar golfkúlur.“ Katrín heiðursgestur vestra  Íslendingadags- hátíðin í Manitoba í 129. skipti Leiðtogar Hjónin Shannon og Grant Stefanson með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Reykjavík. Á Jaðarsvelli Grant, Björgólfur Jóhannsson og Eric, föðurbróðir Grants.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.