Skírnir - 01.09.2005, Page 12
við höfuðborgina og útflutningshöfn og til að gera virkjun foss-
anna mögulega. Hann rakti hve rík sýslan væri af virkjanlegum
fossum og taldi m.a. upp Sogsfossa, Öxarárfoss, Vatnsleysufoss í
Tungufljóti og „fossakonunginn fræga, Gullfoss í Hvítá“. Hver
gæti sagt hve dýrlega framtíð fossar þessir geymdu í brjóstum sín-
um, bætti hann við. Þau fallvötn „með freyðandi óbeizluðum
fossum“ sem hægt væri að virkja „eru sannar gullæðar. Þau … eru
fær um að frjófga landið“ fyrir jarðyrkjumanninn, hreyfa vélarnar
fyrir iðnaðarmanninn, lýsa upp þorp og bæi landsins og „sveifla
íbúunum héraða á milli með hinu dásamlega rafmagni“.22 Lof-
gjörð um Gullfoss var þannig tvenns konar í byrjun 20. aldar.
Annars vegar var hann lofaður sem undraverk náttúrunnar. Hins
vegar fyrir þau þarfaverk sem hann gæti unnið í þágu landsmanna
sem um leið þýddi að honum yrði fórnað í þágu mannsins.23
Hugmyndir um verndun náttúrunnar og stofnun friðlanda og
þjóðgarða í þeim tilgangi komu fram í Bandaríkjunum á síðari
hluta 19. aldar og Evrópulönd sigldu í kjölfarið á fyrri hluta þeirr-
ar tuttugustu. Þessar hugmyndir voru undanfarar þeirrar náttúru-
og umhverfisverndarstefnu sem setti síðan mark sitt á síðari hluta
20. aldar. Rómantísk og þjóðerniskennd afstaða til náttúrunnar
var samofin þessari náttúruverndarstefnu sem gekk í meginatrið-
um út á að vernda landslag og dýralíf á tilteknum svæðum gegn
ágangi, nytjum og búsetu manna. Hinni mannhverfu nytjasýn á
náttúruna, sem einkenndi alla umgengni vestrænna manna við
hana á þessum uppgangstímum iðnvæðingar, borgarmyndana og
nýtingu náttúruauðlinda, var úthýst frá þessum svæðum. Einu
notin sem manneskjan mátti hafa af þeim var að skoða og njóta.
Náttúra friðaðra svæða hafði fagurfræðilegt gildi þar sem áherslan
lá á að varðveita landslag sem flokkaðist sem fagurt eða mikilfeng-
legt en slíkt mat á landslagi var sótt til rómantísku stefnunnar.
Hún setti mark sitt á vestræna náttúrusýn á þessum tíma og fékk
unnur birna karlsdóttir242 skírnir
22 „Framtíðarmál. Járnbraut austur í sýslur“, Þjóðólfur 8. mars 1907.
23 Um samspil og árekstra nytjastefnu og rómantískra viðhorfa í íslenskri nátt-
úrusýn, sjá: Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið – uppruni og
endimörk (Reykjavík 2001), bls. 191–216. Þorvarður Árnason, Views of Nature
and Environmental Concern in Iceland (Linköping 2005), bls. 14–34.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:52 Page 242