Skírnir - 01.09.2005, Qupperneq 13
aukinn byr vegna breyttra lífshátta sem fólu m.a. í sér að fólk fór
að ferðast frá borgunum út í náttúruna sér til skemmtunar og ynd-
is. Framan af voru það þeir betur megandi sem gátu leyft sér slíkt
en ferðamennska og útivistarlíf náði síðan til fleiri þjóðfélagshópa
þegar leið á 20. öldina. Náttúruvernd hafði einnig þekkingarlegt
gildi þar eð friðunin þjónaði þeim tilgangi að varðveita landslag í
náttúrulegri mynd. Friðuð svæði voru hugsuð sem sýnishorn af
sköpunarverkinu sem tekin voru frá áður en manngerð náttúra
eða svokallað menningarlandslag tæki yfir. Síðast en ekki síst
gegndi náttúruvernd þjóðernislegu hlutverki. Náttúra tiltekinna
svæða endurspeglaði þjóðarímynd, og útiveru og náttúruskoðun
þar var ætlað að kynda undir ættjarðarást. Þjóðgarðar voru stofn-
aðir með þetta fyrir augum.24
Framangreindar hugmyndir einkenndu einnig náttúruverndar-
stefnu á Íslandi.25 Náttúruverndarhugsjónin var kynnt Íslending-
um í grein ritaðri árið 1919 af Guðmundi Davíðssyni en hann
studdi stofnun þjóðgarðs á Þingvöllum. Í skrifum um þýðingu
náttúrufegurðar og þjóðgarða fyrir mannshugann, ekki síður en
mikilvægi þeirra fyrir náttúruvernd, lýsti hann því að hvergi væri
maðurinn nær guði og fegurð sköpunarinnar en þegar hann væri
einn með sjálfum sér og náttúrunni. Hvergi væri hægt að hvíla og
hressa meir þreyttan huga en í einveru við hrikadýrð náttúrunnar.
Hjá henni væri allt náttúrulegt, „ekkert húmbúg, engin fölsk feg-
urð, svikadýrð eða mannlegt prjál, enginn leikhúsljómi, engar
kalkaðar grafir. Og þar er hin eilífa almættishönd alstaðar sýnileg.
Því nær brjóstum náttúrunnar, sem maður er, því nær er hann
hjarta guðs“. Guðmundur gaf ættjarðarást Íslendinga ekki háa
gulls ígildi 243skírnir
24 Sverker Sörlin, Naturkontraktet: om naturumgängets idéhistoria (Stokkhólmi
1994, 2. útg.), bls. 167–171. Max Oelschlaeger, The Idea of Wilderness. From
Prehistory to the Age of Ecology (Lundúnum 1991), bls. 289. Eric Kaufman og
Oliver Zimmer, „In search of the authentic nation: landscape and national iden-
tity in Canada and Switzerland“, Nations and Nationalism (vol. 4, 1998), bls.
483–510.
25 Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið, bls. 188–216. Guðmundur
Hálfdanarson, „„Hver á sér fegra föðurland.“ Staða náttúrunnar í íslenskri
þjóðernisvitund“, Skírnir 173 (1999), bls. 304–336.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:52 Page 243