Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 15
Þessi tilvísun þingmannsins í ættjarðarljóð Jónasar, samtímis því
að hann benti á möguleikann á nýtingu íslenskra náttúruauðlinda,
var greinilega ætlað að minna menn á að það dygði skammt að
hafa yfir þjóðernissinnuð náttúrukvæði til að brauðfæða lands-
menn.28 Sennilega hefði Guðmundur Davíðsson kallað þetta mat-
arást á landinu en orð Bjarna féllu á þrengingatímum. Þjóðin hafði
búið við frostavetur, spænsku veikina, Kötlugos, eldsneytisskort
og fleiri þrengingar vegna heimsstyrjaldar. Alþingismönnum var
efst í huga að afl fossanna væri lykillinn að framförum og betri tíð
á Íslandi.29
Helgur dómur
Náttúruverndarumræða var ekki hluti fossamálsins, þ.e. þeirrar
umræðu um eignarhald og virkjun íslensku fossana sem fram fór
á fyrstu þremur áratugum 20. aldar. Þetta þýðir þó ekki að enginn
hafi leitt hugann að náttúruvernd þegar fossarnir voru annars
vegar og er ádeila Þorsteins Erlingssonar á verslun Einars Bene-
diktssonar með Dettifoss og áform hans um virkjun fossins þekkt
dæmi.30 Fyrstur til að reyna að opna augu Íslendinga fyrir nátt-
úruverndarstefnu og gildi fossanna í því sambandi var Matthías
Þórðarson, síðar þjóðminjavörður. Hann benti á fossa á borð við
Gullfoss, Seljalandsfoss, Skógafoss, Goðafoss og Dettifoss sem
merkileg náttúrufyrirbrigði og náttúrugersemar og hvatti til
gulls ígildi 245skírnir
28 „Umráð yfir fasteignum. Framsöguræða Bjarna Jónssonar frá Vogi“, Morgun-
blaðið 17. júlí 1919.
29 Sjá: Sigurður Ragnarsson, „Innilokun eða opingátt“ og „Fossakaup og fram-
kvæmdaáform“. Sjá t.d. fréttir um eldsneytisskort, spænsku veikina, Kötlugos
o.fl. í Morgunblaðinu 19. mars 1917, 28. maí 1918, 14. og 15. okt. 1918, 17. nóv.
1918, 16. júlí 1919.
30 Þorsteinn Erlingsson, „Við fossinn“, Þyrnar, 4. prentun (Reykjavík 1943), bls.
227–231. Um fossaverslun Einars Benediktssonar, sjá: Gils Guðmundsson,
Væringinn mikli. Ævi og örlög Einars Benediktssonar (Reykjavík 1990). Guð-
jón Friðriksson, Einar Benediktsson. Ævisaga, II. b. (Reykjavík 1999). Sigurð-
ur Ragnarsson, „Fossakaup og framkvæmdaáform“. Þorvarður Árnason hefur
fjallað um kvæði Einars Benediktssonar, „Dettifoss“, og hugmyndir hans um
virkjanir, sjá: „„Kný huga minn, gnýr“. Dettifoss með augum Einars Bene-
diktssonar“, Heimur ljóðsins (Reykjavík 2005), bls. 317–334.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:52 Page 245