Skírnir - 01.09.2005, Page 17
Ísland fyrir Íslendinga
Sögu áforma um virkjun Gullfoss í byrjun 20. aldar má finna í
blöðum, bréfaskiptum manna, leigusamningum um fossinn og
fleiri skjölum. Sú saga endurspeglar viðhorf til fossins og sýnir að
þau hafa ekki alltaf verið hin sömu og við þekkjum best í samtím-
anum, auk þess að vera bakgrunnur „Fossmálsins“ eins og mála-
ferlin út af Gullfossi kölluðust og gerðu nafn Sigríðar í Brattholti
frægt.
Umræðan um virkjun Gullfoss hófst í blöðum sama ár og
Friðrik áttundi Danakonungur skálaði fyrir framtíð iðnaðar á Ís-
landi við fossinn. Fossinn, eða réttara sagt kauptilboð í hann, varð
tilefni þess að menn gerðust óþreyjufullir eftir því að stjórnin af-
greiddi fossafrumvarpið svo hindra mætti fossakaup útlendinga
með lögum. Í Þjóðólfi var spurt hvað dveldi fossafrumvarpið og
talið óvíst að margir fossaeigendur „fari að dæmi Tómasar bónda
Tómassonar í Brattholti og drepi hendi við að selja fossa sína, ef
stórfé er í boði. Hann er fyrir bragðið drengur að betri, en óvíst að
vér eigum marga hans líka“.33 Þessu efni var enn frekar fylgt eftir
í grein um fossamálið í Þjóðólfi haustið 1907 undir yfirskriftinni
„Ísland fyrir Íslendinga“. Greint var frá því að Englendingur hefði
falast eftir að leigja eða kaupa „fegursta foss landsins“, Gullfoss í
Hvítá. Tómas í Brattholti hafnaði boðinu. „Var það mikillar
þakkar vert fyrir landsins hönd, og Tómási bónda til mikils sæmd-
arauka, því að fáir gerast þeir nú á landi voru, er ekki beygja kné
fyrir Mammon.“34
Framangreind frétt í Þjóðólfi hafði pólitískan tilgang og var
beint jafnt til stjórnarinnar og fosseigenda. Taldi greinarhöfundur
ekki minna mega vera en þessa væri getið opinberlega öðrum til
fyrirmyndar. Það hefði líka verið sannarlega hart, sagði hann, ef
gulls ígildi 247skírnir
33 „Hvað dvelur fossa-frumvarpið?“, Þjóðólfur 30. ágúst 1907.
34 „Ísland fyrir Íslendinga“, Þjóðólfur 18. okt. 1907. Seinna var haft eftir Sigríði
dóttur Tómasar að hann hefði neitað að selja Gullfoss með þeim orðum að
hann „seldi ekki vin sinn“. Sjá: Guðríður Þórarinsdóttir, „Sigríður í Bratt-
holti“, bls. 126.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:52 Page 247