Skírnir - 01.09.2005, Page 19
andi fyrir oss t.d. að leigja eða jafnvel selja Gullfoss, ef vér með því
fengjum járnbraut austur í sveitir, sem svo, ef til vill, eftir vissan
tíma yrði eign landsins.“38
Landstjórnin leigir Gullfoss
Gullfoss hafði þegar verið leigður fossaspekúlöntum áður en
framangreind blaðaskrif urðu árið 1907 um ágæti fossins vegna
virkjunarkosta. Tómas í Brattholti var tilbúinn til að leigja fossinn
þótt hann hafi ekki verið falur til kaups. Fyrsti leigusamningurinn
um vatnsréttindi í Gullfossi var gerður árið 1898. Þá leigðu eig-
endur Gullfoss, þeir Tómas í Brattholti og Halldór Halldórsson á
Vatnsleysu, Oddi V. Sigurðssyni vélfræðingi fossinn. Ef ekkert
yrði úr framkvæmdum skyldi samningurinn falla úr gildi.39 Sú
varð raunin.
Landstjórnin tók Gullfoss á leigu sumarið 1907, eins og greint
er frá í Þjóðólfi í október það ár. Þar segir frá því að ráðstafanir
hafi verið gerðar til þess að landstjórnin leigði Gullfoss til næstu
fimm ára gegn vægu árgjaldi til eigendanna Tómasar í Brattholti
og Halldórs Halldórssonar á Vatnsleysu, og því „naumast hætta á,
að hann verði útlendingum að herfangi síðar“.40 Í rannsókn sinni
á fossamálinu segir Sigurður Ragnarsson sagnfræðingur að eftir-
leitan útlends manns um að fá Gullfoss keyptan hafi ýtt við mönn-
um. Sigurður segir samninginn til marks um að umtalið um sölu á
Gullfossi til útlendinga hafi vakið athygli því að hann sé að því er
best verði séð algert einsdæmi. Sigurður telur einnig að tilgangur
landssjóðs með leigunni hafi að öllum líkindum verið sá að tryggja
landinu vatnsréttindi í fossinum og hindra að hann kæmist í hend-
ur fossakaupmanna.41 Nánari skoðun á heimildum um leiguna á
Gullfossi staðfestir þessar niðurstöður Sigurðar eins og rakið
verður síðar. Landssjóður blandaði sér ekki í öðrum tilvikum í
gulls ígildi 249skírnir
38 „Notkun fossanna“, Ingólfur 15. sept. 1907.
39 ÞÍ Stj.Í. II. Dagb. 2 nr. 880. Eftirrit úr kaup- og veðbókum Árnessýslu, nr. 89
og 90.
40 „Ísland fyrir Íslendinga“, Þjóðólfur 18. okt. 1907.
41 Sigurður Ragnarsson, „Fossakaup og framkvæmdaáform“, bls. 200–201.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:52 Page 249