Skírnir - 01.09.2005, Page 26
handa við virkjun Gullfoss hið fyrsta og því þyrfti að aflétta rétt-
indum landssjóðs yfir fossinum.57 Hann rak á eftir málinu
nokkrum mánuðum síðar í bréfi til Björns Jónssonar ráðherra
þess efnis að forgangsleiguréttur landstjórnarinnar á Íslandi á
Gullfossi gæti verið hindrun fyrir félagið varðandi uppbyggingu
við fossinn og nýtingu hans. Sagði Johnson að félagið vonaði að
stjórnin væri reiðubúin að afsala sér þessum réttindum yfir fossin-
um og sagði félagið reiðubúið að hefja framkvæmdir svo fljótt sem
unnt yrði í skiptum fyrir slíkt afsal, og þá með því að byrja að
leggja akfæra vegi frá Gullfossi til hafnar, bæði til nota vegna eigin
iðnreksturs en einnig fyrir Íslendinga til nota án endurgjalds.58
Ráðherra svaraði þessu erindi á þá leið að landstjórnin væri
reiðubúin til að verða við óskum fossafélagsins Islands og leigja
því Gullfoss til 80 ára gegn fyrirframgreiðslu og því að félagið
skuldbyndi sig til að leggja akveg frá fossinum til hafnar innan
fimm ára og hefja framkvæmdir við virkjun Gullfoss innan fjög-
urra ára.59 Björn tjáði S. Johnson einnig að réttindi fossafélagsins
unnur birna karlsdóttir256 skírnir
Guðmundar Hlíðdal, dags. 8. maí 1909. (Þessi samningur var enn framseldur
þann 31. des. 1909 til Fossafélagsins Island. Sjá: ÞÍ Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið. 2002–B/1652/2. Útdrættir úr veðmálabókum Árnessýslu. Veðmálabók
O. Nr. 193.) – Fossahlutafélagið Skjálfandi var stofnað af Einari Benediktssyni
í Kristjaníu (Osló) árið 1907 í félagi við norska kaupsýslu- og fjármálamenn
og lögformlega stofnað árið 1908. Heimili og varnarþing félagsins var í Kristj-
aníu en stjórnin gat flutt það til Íslands og var sú heimild að öllum líkindum
samþykkt með hliðsjón af fossalögunum frá 1907. Einar Benediktsson var í
stjórn ásamt útlendum samstarfsmönnum en Eggert Claessen yfirdómslög-
maður var umboðsmaður félagsins á Íslandi. Formaður var S. Johnson lög-
maður. Guðmundur Hlíðdal verkfræðingur kom við sögu fossafélagsins
Skjálfanda en hann og Einar Benediktsson áttu samleið í fossamálunum á þess-
um tíma. Sjá: Sigurður Ragnarsson, „Fossakaup og framkvæmdaáform“, bls.
128–129. Fossafélagið Skjálfandi var leyst upp veturinn 1908–1909 og fossafé-
lagið Island stofnað í þess stað. Formaður var S. Johnson. Sjá: Sigurður Ragn-
arsson, „Fossakaup og framkvæmdaáform“, bls. 132–136.
57 ÞÍ Stj.Í. II. Dagb. 2 nr. 880. Eftirskrift af bréfi S. Johnsons til Sturlu Jónssonar,
dags. 28. apríl 1909. Johnson var þá staddur í Reykjavík.
58 ÞÍ Stj.Í. II. Dagb. 2 nr. 880. Bréf frá S. Johnson til Björns Jónssonar ráðherra,
dags. 20. ágúst 1909.
59 ÞÍ Stj.Í. II. Dagb. 2 nr. 880. Afrit af skeyti frá Stjórnarráði Íslands til hæstarétt-
arlögmanns Johnsons í Kristjaníu, dags. 30. ágúst 1909.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:52 Page 256