Skírnir - 01.09.2005, Page 29
Athyglisvert er að landstjórnin afsalaði sér öllum réttindum
yfir Gullfossi án þess að það væri rætt á Alþingi og vekur það
margar spurningar um ábyrgð stjórnarinnar á þessum tíma gagn-
vart því að gæta náttúrauðlinda og náttúrugersema Íslendinga.
Hlýtur dómur sögunnar að vera að um mikla skammsýni hafi ver-
ið að ræða og illa staðið að málinu að bera það hvorki undir þing
né þjóð. En það er ekki aðeins mat greinarhöfundar nú tæpri öld
síðar heldur komu slík sjónarmið fram þegar í samtíð landstjórn-
arinnar eða nánar tiltekið á Alþingi árið 1915. Sveinn Björnsson,
fyrsti þingmaður Reykvíkinga, lagði þá fyrirspurn fyrir Einar
Arnórsson ráðherra hvort landssjóður hefði afsalað sér öllum rétt-
indum sínum í Gullfossi og ef svo væri, hvort landstjórnin hefði
þá áskilið sjóðnum endurkauparétt á þessum réttindum eða á ann-
an hátt tryggt landinu umráð yfir fossinum.74 Í svari ráðherrans
kom fram að landssjóður hefði afsalað sér öllum réttindum í Gull-
fossi og stjórnin hefði engar ráðstafanir gert til að tryggja landinu
umráð yfir fossinum eða áskilið sér endurkauparétt.75 Sveini þótti
„illa farið“ að stjórnin hefði afsalað sér réttindum til Gullfoss en
bjóst ekki við að neitt væri hægt að gera í því úr því sem komið var
enda höfðu verið gerðir fullgildir samningar. Hann gagnrýndi
vinnubrögð stjórnarinnar í Gullfossmálinu með þeim orðum að
það hefði verið „viðkunnanlegra“ að alþingi hefði verið „spurt
áður en svo mikilvægum rjettindum var fargað“.76
Fossmálið
Vandræði Sturlu Jónssonar vegna Gullfossverslunarinnar fólust
ekki öll í að fá framsalshafa til að standa við setta skilmála. Eigandi
Brattholtshluta fossins samþykkti ekki forráð Sturlu yfir leigu-
gulls ígildi 259skírnir
74 Alþingistíðindi A 1915, þskj. 913, bls. 1501. Alþingistíðindi B 1915 d.
2273–2276.
75 Alþingistíðindi B 1915, d. 2277.
76 Alþingistíðindi B 1915, d. 2278. Þetta átti ekki aðeins við um Gullfoss. Allir helstu
fossar landsins voru í eigu fossakaupmanna eða fossafélaga þegar fossanefndin
gerði úttekt á fossamálunum árin 1917–19, ef frá er talið að stjórnin átti réttindi í
Sogsfossunum, sjá: Sveinn Ólafsson, „Sala orkuvatna og greining þeirra um land-
ið“, Nefndarálit minnihluta fossanefndar 1917–1919 (Reykjavík 1919), bls. 47–65.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:52 Page 259