Skírnir - 01.09.2005, Side 32
fullgildur. Sturla Jónsson kaupmaður var úrskurðaður löglegur
handhafi vatnsréttinda í Gullfossi.83
Ýmsar spurningar vakna varðandi þetta mál en heimildir gefa
enga skýringu á því hvers vegna Þorleifur fór með annan samning
til Tómasar til undirritunar stuttu eftir undirritun fyrsta samn-
ingsins og þá með breyttu ákvæði varðandi landssjóð.84 Fram-
vinda málsins varð síðan sú að rétthafar samningsins höfðu foss-
inn til leigu uns greiðslur hættu að berast árið 1928. Samningurinn
frá 9. mars 1909 dæmdist loks ógildur og var aflýst árið 1934.85
Sagan af fossmálinu lifði hins vegar áfram og gerði nafn Sigríðar
Tómasdóttur (1871–1957) í Brattholti þekkt og táknrænt fyrir
verndun Gullfoss.86 Stendur nú Sigríðarstofa í nágrenni fossins til
merkis um það en hún var opnuð árið 1994.87
„Landvörn“ Sigríðar í Brattholti
Þær frásagnir sem skráðar hafa verið um þátt Sigríðar í fossmálinu
eru ekki ítarlegar og hafa orðið enn ónákvæmari í endursögn síðari
tíma. Sú sögn er t.d. enn nokkuð útbreidd að hún hafi bjargað foss-
inum frá virkjun.88 Önnur gerð sagnarinnar er á þá leið að hún hafi
komið í veg fyrir að útlendingar fengju eignarhald á Gullfossi.89
unnur birna karlsdóttir262 skírnir
83 ÞÍ Landsyfirréttardómur 1918, Tómas Tómasson gegn Sturlu Jónssyni. Úr-
skurður í máli Tómasar Tómassonar gegn Sturlu Jónssyni, dags. 21. okt. 1918.
Landsyfirréttardómar, bls. 572–579.
84 Í gögnum gestaréttar Árnessýslu segir að Þorleifur hafi skýrt síðari samnings-
gerðina með því að sá fyrri hefði ekki verið á réttri pappírsgerð og því ekki
hægt að þinglesa hann. Sjá Eyrún Ingadóttir, „Fyrsti náttúruverndarsinni Ís-
lands: Sigríður í Brattholti“, bls. 67, 77. Þetta skýrir þó ekki hvers vegna síðari
samningurinn var ekki samhljóða þeim fyrri.
85 ÞÍ Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002–B/1652/2. Eftirrit úr dómsmálabók
Árnessýslu 8. sept. 1934.
86 „Hernaðurinn gegn landinu“, Morgunblaðið 31. des. 1970. „Fossmálið“, Les-
bók Morgunblaðsins 2. des. 1978. „Skrúfað fyrir fossa“, DV 30. júlí 1996.
87 „Gestastofa Sigríðar í Brattholti opnuð við Gullfoss“, Morgunblaðið 29. júní
1994, sjá gagnasafn.
88 Sjá t.d. „Virkjun hálendisfallvatna í ljósi orkumála heimsins“, Morgunblaðið 7.
mars 1995. „Skrúfað fyrir fossa“, DV 30. júlí 1996. Alþingistíðindi B5 1997–98,
d. 7947. Frank Ponzi, Ísland Howells 1890–1901 (Mosfellsbæ 2004), sjá bókar-
kápu. http://www.travelnet.is/ABC/brattholt/index_isl.html.
89 ÞÍ E 67. Bréf frá Helgu Rafnsdóttur f.h. Kvenfélags Sósíalista, dags. 20. jan. 1953.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 262