Skírnir - 01.09.2005, Qupperneq 33
Málalyktir fossmálsins hafa þannig skolast til í tímans rás þó að
sumir viti sem er, að Sigríður beitti sér fyrir því að Gullfoss yrði
ekki leigður en hefði ekki haft erindi sem erfiði.90 Eins og kom
fram hér að framan, og Helgi Skúli Kjartansson og fleiri sagnfræð-
ingar hafa fjallað um, þá bjargaði Sigríður ekki Gullfossi frá virkj-
un heldur urðu aðrar ástæður til þess að aldrei var ráðist í virkjun
fossins.91
En fjölskrúðugar sagnir og almenn umfjöllun um Sigríði á síð-
ari tímum þjóna yfirleitt sama tilgangi, þ.e. að gera úr henni tákn-
rænan fulltrúa fyrir andstöðu við vatnsaflsvirkjanir þegar þær hafa
rekist á náttúruverndarsjónarmið.92 Segja má að þessi staða henn-
ar hafi verið rækilega fest í mótmælum á undanförnum árum gegn
virkjanaframkvæmdum á Austurlandi.93
Sigríður í Brattholti hefur verið nefnd „verndari“ Gullfoss og
„fyrsti náttúruverndarsinninn“ á Íslandi.94 Sá staður hennar í sög-
unni var undirstrikaður þegar minnisvarði um hana var reistur við
Gullfoss sumarið 1978. Við það tækifæri sagði m.a.:
Hún unni fossinum og vildi ekki láta beisla hann. Má því með sanni segja
að hún sé ein af fyrstu landverndarmönnum Íslands. Það er við hæfi að
henni sé reistur bautasteinn við Gullfoss, til að minna alda og óborna á
að Gullfoss er ein fegursta perla íslenskrar náttúru, sem aldrei má leggja
í fjötra til að fóðra erlenda stóriðju á orku hans.95
gulls ígildi 263skírnir
90 Sjá t.d. „Baráttan um fossinn“, http://www.ust.is/Frodleikur/Fridlystsva-
edi//nr/1205.
91 Helgi Skúli Kjartansson, „Að bjarga Gullfossi. Hvernig á að fara með hetjusög-
una um Sigríði í Brattholti?“, Saga 41:2 (2003), bls. 153–175. Eyrún Ingadóttir,
„Fyrsti náttúruverndarsinni Íslands: Sigríður í Brattholti“, bls. 68–74. Sigurður
Ragnarsson, „Fossakaup og framkvæmdaáform“, bls. 199–203.
92 „Hernaðurinn gegn landinu“, Morgunblaðið 31. des. 1970. Sigríður Þorgeirs-
dóttir, „Konur, lýðræði og umhverfismál“, Kistugrein nr. 1437, 7. mars 2003,
Kistan – veftímarit um fræði og menningu: http://www.kistan.is. Alþingistíð-
indi B5 1997–98, d. 7952.
93 Alþingistíðindi B3 2001–02, d. 3560, 4031–4032. Alþingistíðindi B2 2002–03, d.
2679.
94 Eyrún Ingadóttir, „Fyrsti náttúruverndarsinni Íslands: Sigríður í Brattholti“,
bls. 74.
95 „Sigríður í Brattholti“, Lesbók Morgunblaðsins 2. des. 1978.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 263