Skírnir - 01.09.2005, Síða 34
Andstaða við virkjun Gullfoss er hvergi nefnd í málsskjölum sem
ástæða þess að Tómas neitaði að samþykkja Sturlu Jónsson sem
lögmætan leigutaka fossins. Fossmálið snerist um lögmæti samn-
ingsins frá 9. mars 1909, þótt óbeint hefði það haft þau áhrif að
vatnsréttindi leigutaka féllu niður ef samningurinn yrði dæmdur
ógildur.96 En hvað segja heimildir um viðhorf Sigríðar til málaferl-
anna um Gullfoss? Því er til að svara að samtímaheimildir eru
hljóðar um Sigríði og hugsanir hennar meðan á fossmálinu stóð en
samkvæmt umsögnum samferðamanna snerist fossmálið í hennar
huga fyrst og fremst um að forða fossinum frá virkjun, eða eins og
Sveinn Björnsson forseti sagði í endurminningum sínum: „Sigríð-
ur gat ekki hugsað sér, að þetta fagra náttúrufyrirbrigði yrði snert
til virkjunar“ og leitaði hún til hans sem lögfræðings. Að sögn
Sveins vildi hún reyna að fá ónýtta samningana sem faðir hennar
hafði gert eða kaupa réttindin til baka. Sagði Sveinn hana hafa hót-
að því „að við fyrstu skóflustunguna, sem gerð yrði til virkjunar,
mundi hún kasta sér í fossinn og sjá svo, hvort mönnum þætti
gæfusamlegt að halda áfram“.97 Í skrifum Guðríðar Þórarinsdótt-
ir, sem var sveitungi Sigríðar, kom einnig fram að Sigríður var and-
víg virkjun fossins. Sagði hún Sigríði hafa harmað að faðir hennar
skyldi hafa leigt Gullfoss. „Þóttist hún þess viss, að ef farið væri
að virkja hann, yrði hann um aldur og ævi eyðilagður, og þótti
henni sem traðkað væri á helgum stað, ef honum yrði rótað og
hinu fagra umhverfi hans.“98
Þessi ummæli birtust rúmum þremur áratugum eftir að foss-
málinu lauk. Því miður eru samtímaheimildir um þátt Sigríðar í
fossmálinu litlar. Engin umfjöllun var um fossmálið í blöðum árið
1918 en þó má merkja að hún varð þekkt fyrir framgöngu sína í
unnur birna karlsdóttir264 skírnir
96 Landsyfirréttardómar, bls. 572–573. ÞÍ Landsyfirréttardómur 1918, Tómas
Tómasson gegn Sturlu Jónssyni. Skjal nr. 1, lagt fram í landsyfirdómi 6. maí
1918. ÞÍ Landsyfirréttardómur 1918, Tómas Tómasson gegn Sturlu Jónssyni.
Úrskurður landsyfirdóms í máli Tómasar Tómassonar gegn Sturlu Jónssyni,
dags. 21. okt. 1918.
97 Sveinn Björnsson, Endurminningar, um útgáfu sá Sigurður Nordal (Reykjavík
1957), bls. 75–76.
98 Guðríður Þórarinsdóttir, „Sigríður í Brattholti“, bls. 122.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 264