Skírnir - 01.09.2005, Side 38
endurtæki sig að útlendingar byðu álitlega upphæð í Gullfoss.
Bjarni sá fyrir sér að ríkið gæti keypt Gullfoss fyrir sæmilega lágt
verð og gat Sigríðar í Brattholti í því sambandi, eða eins og hann
orðaði það: „Ég veit, að ekki þyrfti mikið fé til þess, að samning-
ar gætu tekizt um kaupin, því að hugsjón þessarar konu er enn
vakandi sem fyrr, að forða fossinum frá braski.“110 Hér misreikn-
aði þingmaðurinn sig því á daginn kom að Sigríði var engin þægð
í því að selja Gullfoss. Þvert á móti.
Eins og áður sagði var málið ekki rætt frekar á Alþingi svo ekki
er hægt að greina frá viðhorfum alþingismanna til þess að ríkið
keypti Gullfoss. Frumkvæði að sölunni virðist hafa komið frá eig-
endum Gullfoss en ekki ríkinu. Í gögnum dómsmálaráðuneytis
segir að eigendur Gullfoss, þau Sigríður í Brattholti og bræðurnir
Guðni og Árni Jónssynir í Tungufelli, hafi „óskað þess“ við áður-
greinda alþingismenn Árnesinga, þá Bjarna Bjarnason og Jörund
Brynjólfsson, sem síðan gengu frá sölunni á fossinum til ríkisins,
að þeir grennsluðust eftir því hjá stjórninni hvort hún væri því
fylgjandi að ríkið keypti fossinn. Sögðust þeir Bjarni og Jörundur
vera þess „fullvissir, að eigendum fossins [léki] ekki hugur á að
selja hann sér til peningalegs ávinnings, heldur er það vilji þeirra,
að ríkið eignist fossinn, svo aldrei [komi] til þess hér eftir, að hann
komist í hendur útlendinga, eða lendi í braski“. Mæltu þeir með
erindi þessu og sögðust vilja vænta þess að ríkisstjórnin vildi fyrir
sitt leyti mæla með því að ríkið myndi kaupa Gullfoss.111
Dómsmálaráðuneytið tók vel í málið og bað þá Bjarna og Jör-
und að leita tilboðs í fossinn hjá eigendum um kaupverð og til-
kynna síðan ráðuneytinu.112 Ríkisstjórnin ákvað að kaupa Gull-
foss í árslok 1939.113
unnur birna karlsdóttir268 skírnir
110 Alþingistíðindi B 1938, d. 104.
111 ÞÍ Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002–B/1652/2. Bréf Jörundar Brynjólfs-
sonar og Bjarna Bjarnasonar til ríkisstjórnar Íslands, dags. 2. apríl 1938.
112 ÞÍ Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002–B/1652/2. Bréf dómsmálaráðu-
neytis til alþm. Jörundar Brynjólfssonar, Skálholti og alþm. Bjarna Bjarnason-
ar, Laugavatni, dags. 25. júní 1938.
113 ÞÍ Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002–B/1652/2. Bréf Jörundar Brynjólfs-
sonar í Skálholti til Gústafs Jónassonar skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneyti,
dags. 30. apríl 1940.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 268