Skírnir - 01.09.2005, Side 39
Eitthvað virðast staðreyndir hafa skolast til um vilja Sigríðar
árið 1938 í framangreindu máli því að hún sendi stjórninni skriflega
yfirlýsingu vorið 1940 um að enginn hefði samið við hana um sölu
á hennar hlut í Gullfossi og kvaðst hún engan hafa beðið um að
selja enda ætlaði hún ekki að selja fossinn.114 Sigríður bjó í Bratt-
holti en þegar hér var komið sögu hafði Einar Guðmundsson, fóst-
ursonur foreldra Sigríðar, tekið við búskapnum í Brattholti og
keypt jörðina af Sigríði árið 1939 „með öllum gögnum hennar og
gæðum að engum undanskildum“.115 Heimildir sem hér er byggt á
gefa ekki skýringu á hvers vegna Sigríður og Einar voru ekki sam-
stiga í þessu máli en Einar átti seinna eftir að sýna vilja sinn varð-
andi Gullfoss í verki og verður vikið að því hér á eftir.
Í árslok 1942, eftir kaup ríkissjóðs á Brattholtshluta fossins,
reyndi Sigríður að fá löglega staðfestingu á að hún hefði ekki selt
þessa „séreign“ sína með jörðinni árið 1939 enda hefði hún aldrei
hugsað sér að selja eða leigja fossinn eða gefa öðrum umboð til
þess. Mælti hún svo fyrir „að aldrei um ókomna framtíð verði
nefndur foss seldur, leigður eða bundinn nokkrum þeim samn-
ingshömlum, er gefi vald til að virkja hann eða notfæra hann öðru
vísi en verið hefur frá ómunatíð. Að mér lifandi og látinni eru því
allar slíkar ráðstafanir með öllu óheimilar“.116
Sigríði tókst hins vegar ekki að fá viðurkenningu á því að
Brattholtshluti fossins væri hennar séreign þar sem hún hafði ekki
þinglýst skjal því til sönnunar.117 Hún fékk því engu breytt um
gulls ígildi 269skírnir
114 ÞÍ Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002–B/1652/2. Yfirlýsing Sigríðar Tóm-
asdóttur í Brattholti, dags. 30. apríl 1940.
115 ÞÍ E 67. Afsal undirritað í Brattholti 22. maí 1922 af Tómasi Tómassyni, þing-
lesið að Vatnsleysu, 28/6 1922. ÞÍ E 67. „Útskrift úr afsals og veðmálabókum
Árnessýslu“, Kaupsamningur (nr. VII–170), dags. 10. des. 1939. Eyrún Inga-
dóttir, „Fyrsti náttúruverndarsinni Íslands: Sigríður í Brattholti“, bls. 63.
116 ÞÍ E 67. Útskrift úr afsals og veðmálabókum Árnessýslu. Eftirrit við kaup-
samninginn frá 1939 undirritað af Sigríði ásamt vitundarvottum í Brattholti,
dags. 16. des. 1942.
117 ÞÍ E 67. Bréf frá Eiríki Þ. Stefánssyni Torfastöðum til sýslumanns í Árnes-
sýslu, dags. 8. jan. 1943. ÞÍ E 67. Útskrift úr afsals og veðmálabókum Árnes-
sýslu. Athugasemd sýslumanns Páls Hallgrímssonar við eftirrit Sigríðar frá
16. des. 1942, dags. 13. jan. 1943.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 269