Skírnir - 01.09.2005, Síða 42
útliti fossins að sumrinu fyrir ferðamenn, þrátt fyrir virkjun Hvít-
ár.122 Hvenær sem er að sumrinu yrði Gullfoss „eftir virkjun í
engu frábrugðinn því sem nú er“, skrifaði Jakob Björnsson, síðar
orkumálastjóri, árið 1969, en hann var þá deildarverkfræðingur
hjá Orkustofnun Íslands. Þannig var ætlunin að mæta andstæðum
sjónarmiðum náttúruverndar og náttúrunýtingar og leysa árekst-
ur náttúruskoðunar og vatnsaflsnýtingar með tæknilegum leiðum.
Íslendingar gátu ekki gert ráð fyrir öðru en náttúra landsins yrði
að mestum hluta manngerð ef þeir ætluðu að búa við svipuð lífs-
kjör og best gerðust annars staðar, að mati Jakobs. Það þýddi að
auðlindir landsins yrðu gjörnýttar. Því myndu fylgja stórfelld inn-
grip í náttúru landsins. „Af því leiðir óhjákvæmilega að „ósnert
náttúra“ verður til mikilla muna sjaldgæfara fyrirbrigði en nú er,
og er fram líða stundir takmörkuð við þjóðgarða eða þvílík
svæði“, sagði Jakob. Hann ítrekaði að það væri ekki lausn á nátt-
úruverndarmálum samtímans að láta náttúruna ósnerta. Hlutverk
náttúruverndar myndi því fyrst og fremst felast í eftirliti með því
hvernig gripið væri inn í náttúru landsins og hvað Gullfoss snerti
væri meginspurning náttúruverndarans „ekki hvort heldur hvernig.
Ekki hvort Gullfoss skuli virkjaður heldur hvernig það verði gert.
Er ráðgerð virkjunartilhögun með þeim hætti, að hún spilli fegurð
fossins eða er hún það ekki?“ Það væri hægt að eyðileggja Gullfoss
með virkjun en það væri líka hægt að virkja þannig að ferðamenn
hefðu ekki hugmynd um það og yrðu þess hvergi varir.123
Sá Gullfoss sem deildarverkfræðingur Orkustofnunar sá fyrir
sér að þannig yrði stjórnað af manna höndum var annar en sá
Gullfoss sem Sigríður í Brattholti hafði í huga ríflega tveimur ára-
unnur birna karlsdóttir272 skírnir
122 „Vatni hleypt á Gullfoss fyrir ferðamenn?“ Morgunblaðið 6. júlí 1973.
„Virkjanir rannsakaðar utan eldgosabeltisins. – Blanda, Hvítá, Efri-Þjórsá og
Austurlandsvirkjun“, Morgunblaðið 13. ágúst 1973. Alþingistíðindi B3
1988–89, d. 4178. ÞÍ Náttúruverndarráð. 1998–C/96. Yfirlitskort Orkustofn-
unar yfir Hvítárvirkjanir, maí 1977, bréf frá Orkustofnun til oddvita Hruna-
mannahrepps og meðfylgjandi lýsing á Hvítárvirkjun, dags. 3. febr. 1975 og
áætlun Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen um Hvítárvirkjanir, dags. 12.
sept. 1974.
123 „Almennt um náttúruvernd á Íslandi í framtíðinni“, Verkamaðurinn 3. okt.
1969.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 272