Skírnir - 01.09.2005, Page 50
hugmynda var lagður grunnur að þeirri fagurfræði sem átti eftir að
einkenna kenningar ímagismans á síðari árum hreyfingarinnar og
á það ekki síst við um upphafningu Hulmes á miðlun nútímalegr-
ar lífsreynslu með skáldlegum myndum sem grundvallist á innsæi
og höfði með beinum hætti til rökskilnings mannsins.2
Þótt rekja megi rætur ímagismans aftur til ársins 1909 með
þessum hætti er algengara að upphaf hreyfingarinnar sé miðað við
árið 1912 þegar bandaríska skáldið Ezra Pound beitir hugtakinu í
fyrsta sinn til að lýsa hópi módernískra skálda sem hann segir vera
afkomendur hins „gleymda skóla“ Hulmes frá 1909, en stofnun
þessa hóps má rekja til viðleitni þeirra sem að honum stóðu (þar á
meðal voru ljóðskáldið Richard Aldington og skáldkonurnar
Amy Lowell og Hilda Doolittle) til að stofna framúrstefnuhóp
sem í senn fylgdi fyrirmynd þeirra fjölmörgu framúrstefnuhreyf-
inga sem fram höfðu komið á meginlandi Evrópu á undanförnum
árum og væri settur þeim til höfuðs.3 Þótt ímagisminn (og enska
framúrstefnan í víðara samhengi) sæki á margvíslegan hátt í starf-
semi erlendra framúrstefnuhópa á borð við kúbismann í myndlist,
ítalska fútúrismann og hreyfingu svokallaðra „únanímista“ mark-
ar hann sér þannig frá upphafi vissa sérstöðu innan evrópsku
framúrstefnunnar, að því leyti að hann er að mörgu leyti mótaður
í markvissri andstöðu við hópstarfsemi og menningarlegan eða
listrænan „aktívisma“ erlendra framúrstefnuhreyfinga.4 Þessi and-
benedikt hjartarson280 skírnir
2 Ein mikilvægasta uppspretta þessara hugmynda Hulmes eru þær kenningar sem
þýski listheimspekingurinn Wilhelm Worringer setti fram í ritinu Sértekning og
innlifun (Abstraktion und Einfühlung. Ein Beitrag zur Stilspsychologie) árið
1908, en þar skilgreinir hann sértekninguna sem uppsprettu listrænnar tjáningar
er feli í sér neikvæða afstöðu til umheimsins. Sjá nánar: V. Sherry: Ezra Pound,
Wyndham Lewis, and Radical Modernism, bls. 9–42. Um evrópsku framúrstefn-
una, sjá: Marinetti, Majakovskij, Marc, Tzara, Breton o.fl.: Yfirlýsingar,
Evrópska framúrstefnan. Íslenskar þýðingar og skýringar eftir Áka G. Karlsson,
Árna Bergmann og Benedikt Hjartarson, sem jafnframt ritaði inngang og tók
saman. Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík 2001.
3 Ezra Pound: „The Complete Poetical Works of T.E. Hulme.“ Personae. Collect-
ed Shorter Poems of Ezra Pound (Faber and Faber, Lundúnum 1971, bls.
259–261, hér bls. 259 – frumútg. í ljóðasafninu Ripostes, 1912).
4 Hvað viðvíkur tengslunum við ítalska fútúrismann er vert að benda á að fút-
úristar héldu fyrstu myndlistarsýningu sína í Lundúnum þegar árið 1910 með
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 280