Skírnir - 01.09.2005, Síða 51
staða við markvissa stefnumótun með rætur í sameiginlegum
markmiðum og hugmyndum endurspeglast í því að ímagistar gefa
ekki út neina sameiginlega stefnuyfirlýsingu og aðeins örfáa texta
þar sem greina má skýra framsetningu á markmiðum hreyfingar-
innar, auk þess sem þeir leggja ríka áherslu á að finna fagurfræði-
legum hugmyndum sínum rætur í hefðinni í stað þess að boða af-
dráttarlausa upprætingu hennar.5 Þannig er t.a.m. fyrsta „yfirlýs-
ing“ ímagismans, sem kemur út árið 1912, sett fram í viðtalsformi
og brýtur þannig upp hið viðtekna form stefnuyfirlýsingarinnar,
en textinn er undirritaður af ímagistanum Frank Stewart Flint þótt
ímagismi og vortisismi 281skírnir
tilheyrandi uppákomum. Í þessu samhengi má benda á forvitnilega ræðu sem
Marinetti hélt í „Lyceum Club“ í Lundúnum í tilefni af umræddri sýningu og
olli miklu hneyksli innan breska listaheimsins: „Discours futuriste aux Anglais,
prononcé au Lyceum Club de Londres“ (Le Futurisme. Éditions Sansot, París
1911, bls. 20–32). Hér má einnig benda á að fútúríski myndlistarmaðurinn Um-
berto Boccioni birti á árunum 1913–1914 átta málverk með heitinu „Vortice“,
auk þess sem hugtakinu bregður fyrir í skilgreiningum hans á fútúrískri mynd-
list (Pittura Scultura Futuriste, 1914). Sjá nánar: W.C. Wees: Vorticism and the
English Avant-Garde, bls. 103–118. „Únanímisminn“ (fr. „l’unanimisme“; af lo.
„unanime“, þ.e. „einróma“ eða „samhljóma“) var listræn hreyfing í Frakklandi í
upphafi 20. aldar og miðaði hún að því að tjá sameiginlegan anda, líf og tilfinn-
ingar mannkynsins. Helsti boðberi og kenningasmiður stefnunnar var franski
rithöfundurinn Jules Romains og skýrði hann fræðilegan grundvöll hennar m.a.
í yfirlýsingunni „Hinar einróma tilfinningar og ljóðlistin“ („Les sentiments un-
animes et la poésie“, 1905 – endurpr. í: Bonner Mitchell (ritstj.): Les Manifestes
littéraires de la Belle époque 1886–1914. Anthologie critique. Éditions Seghers,
París 1966, bls. 81–83) og ljóðasafninu Hið einróma líf (La Vie unanime, 1908).
Hreyfingin var nátengd svonefndum „Abbaye“- eða „Klaustur“-hópi (sjá nánar
í skýringum með texta Pounds, „Nokkur bönn eftir ímagista“ hér að aftan).
5 Það viðhorf til hefðarinnar sem hér er vikið að sem einkennandi fyrir ímag-
ismann er eitt helsta sérkenni módernískrar fagurfræði í enskum bókmenntum í
víðara samhengi, en hugmyndir af þessu tagi eru settar fram með einna skýrust-
um hætti í þekktri grein T.S. Eliot um „hefðina og hæfileika einstaklingsins“ frá
árinu 1920: T.S. Eliot: „Tradition and the Individual Talent“ (The Sacred Wood.
Essays on Poetry and Criticism. Methuen, Lundúnum 1920 – endurútg. Faber
and Faber, Lundúnum 1997, bls. 39–49. Íslensk þýðing Matthíasar Viðars Sæ-
mundssonar: „Hefðin og hæfileiki einstaklingsins“. Garðar Baldvinsson, Krist-
ín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir (ritstj.): Spor í bókmenntafræði 20. aldar.
Frá Shklovskíj til Foucault. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík
1991, bls. 43–52). Í grein Eliots má jafnframt greina skýran samhljóm við hug-
myndir Pounds og ímagista um útþurrkun tilfinninga og persónuleika höfund-
arins í skáldlegri tjáningu.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 281