Skírnir - 01.09.2005, Page 67
5. En dulúðin annars vegar, vígamóðurinn, blóðið og meinlæt-
ið hins vegar, munu ævinlega haldast í gildi og reynast uppsprett-
ur Sköpunar fyrir báðar þessar þjóðir.
6. Undirstaða hinnar ensku Manngerðar er Hafið.
7. Hinir sérstöku eiginleikar og einkenni sem hafið orsakar í
mönnum eru þau sem eru, á meðal fjölmargra auðkenna kynþátt-
ar okkar, ensk lengst ofan í grunninn.
8. Hið óvænta algildi sem finna má hjá fullkomnustu ensku
listamönnunum er einnig afleiðing þessa.
IV
1. Við staðhæfum því að listin í þessu loftslagi verður að vera
norðlægt blóm.
2. Og við höfum gefið til kynna hvað við teljum að ætti að
vera séreðli þeirrar listar sem ætlað er að vaxa og dafna í þessu
landi, en myndir af gufuleiðslum hennar prýða síður þessa tíma-
rits.35
3. Þetta snýst ekki um sviplaust, efniskennt loftslagið sem um-
lykur okkur.
Ef svo væri, þá væru viðjar Frumskógarins, stórbrotinn hita-
beltisgróðurinn, umfang hinna amerísku trjáa ekkert handa okkur.
4. En iðnaður okkar, ásamt Viljanum sem ákvarðaði stefnu
hins nútímalega heims, andspænis þörfum hans, hefur ræktað stál-
tré þar sem grænna var vant; hefur sprungið út í nytjagróðri og
fundið villtari flækjur en þær sem fyrirfinnast í Náttúrunni.
ímagismi og vortisismi 297skírnir
sem kenndar eru við „keltneska endurreisn“ („Celtic Renaissance“) og eiga
rætur í írsku rómantíkinni. Slíkar hugmyndir urðu uppspretta ólíkra tilrauna er
miðuðu að enduruppgötvun gelískrar tungu, sögu og bókmenntaarfs og fólu
m.a. í sér söfnun og útgáfu keltneskra þjóðsagna. Hugmyndir af þessu tagi voru
teknar upp af írskum módernistum á borð við William Butler Yeats (1865–
1939), John Millington Synge (1871–1909) og James Stephens (1882–1950) í
endurvinnslu þeirra á keltneskum menningararfi undir lok 19. og í upphafi 20.
aldar.
35 Hér er skírskotað til myndskreytinga þess fyrsta heftis Blast sem textinn birt-
ist í, en á meðal þeirra myndlistarmanna sem þar áttu teikningar má nefna W.
Lewis, Edward Wadsworth og Frederick Etchells.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 297