Skírnir - 01.09.2005, Page 71
4. Rómönsku þjóðirnar munu alltaf verja það undir niðri.
5. Til að mynda eru Latverjarnir sem stendur, í „uppgötvun-
um“ sínum á íþróttum, Fútúrísku rausi sínu um vélar, flugför o.fl.,
rómantískustu og tilfinningasömustu „nútímamennirnir“ sem til
eru.
6. Það er aðeins undirmálsfólkið í Frakklandi og á Ítalíu sem
er rækilegir byltingarsinnar.
7. Á Englandi býr aftur á móti engin lágkúra í uppreisninni.
8. Eða öllu heldur, það er engin uppreisn, þetta er hið eðlilega
ástand.
9. Uppreisnarseggirnir í Norðri og Suðri eru algjörlega and-
stæðar tegundir.
10. Það sem kemst næst miklum, hefðbundum frönskum lista-
manni í Englandi, er mikill byltingarsinnaður enskur.
Undirskriftir með stefnuyfirlýsingu:
R. Aldington, Arbuthnot, L. Atkinson,
Gaudier Brzeska, J. Dismorr, C. Hamilton,
E. Pound, W. Roberts, H. Sanders,
E. Wadsworth, Wyndham Lewis.44
[1914]
ímagismi og vortisismi 301skírnir
eftir Pound, þar sem hann tekst á við hinn „rómanska“ anda í vestrænum bók-
menntum: The Spirit of Romance (Dent, Lundúnum 1910 – endurútg. New
Directions, New York 1952).
44 Sú mynd sem þessi undirskriftarlisti gefur af umfangsmikilli og skipulagðri
starfsemi vortisismans er á nokkurn hátt villandi. Þannig voru t.a.m. hvorki
Richard Aldington né Malcolm Arbuthnot virkir þátttakendur í starfsemi
hreyfingarinnar, auk þess sem William Roberts sakaði Lewis síðar um að hafa
sett nafn sitt á listann án leyfis.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 301