Skírnir - 01.09.2005, Page 89
Nokkrar gagnorðar setningar opna vítt sögusvið, tilsvör og at-
hafnir persónanna veita þeim einstaklingseinkenni.“
[Stofnunin] er samin af mestri íþrótt. Í þessari táknrænu frásögn af ævi-
ferli einstaklings, sem orðið hefur utanveltu í samfélagi, sem í senn ber
keim af fangabúðum og kaupsýsluþjóðfélagi, má ekkert út af bera, ef sag-
an á ekki að mistakast. Geir tekst aðdáanlega að þræða hinn rétta meðal-
veg. Athafnir persónanna eru í senn hæfilega kátlegar og hæfilega átakan-
legar, umhverfi þeirra í senn fjarstæðukennt og þó þaulkunnugt hverjum
þeim sem gert hefur sér það ómak að skyggnast undir yfirborð íslenzks
mannfélags um miðja tuttugustu öld.
Magnús gerir að lokum árvissar deilur um listamannalaun að um-
talsefni: „Það sætir furðu að úthlutunarnefnd listamannafjár skuli
hafa talið sér sæma að setja höfund þessarar bókar hjá við úthlut-
unina í vor.“
Gísli Jónsson átti síðasta orðið í Skírni í þessari sérkennilegu
ritdeilu gagnrýnenda og svarar hann þar Magnúsi fullum hálsi.
Hann segist hafa lesið mikið hrós um bókina en nú sé kominn tími
til að hallmæla henni:
Höfundur er að vísu góður stílisti, það er rétt […]. Allt um það er bók
hans misheppnað verk […] af því að sögurnar vantar sjálfan lífsneistann.
Það leggur um þær engan lífsblæ, miklu fremur stafar af þeim nádauni.
Höfundi virðist óvanaleg og óeðlileg ástríða að velta sér upp úr hvers
kyns ósóma og andstyggð […].
Ekki rauði, heldur svarti þráðurinn í allri bókinni er ómennska
mannsins. Er ungum mönnum lífið í kringum þá raunverulega slíkur
ófögnuður? Eða halda þeir, að það sé fínt, gáfulegt og listamannlegt að
láta svo sem menn sjái ekki annað í kringum sig en dauðans viðurstyggð?
Mitt í þessum reiðilestri vekur nokkra furðu að Gísli skuli fyrstur
ritdómara koma auga á það að „flestar persónur eru tegunda-
myndir (týpur), en ekki lifandi einstaklingar“. En ekki bráir lengi
af honum því að hann tekur aftur upp fyrri þráð og stenst jafnvel
ekki mátið að kasta hnútu til Halldórs Laxness um leið og hann
gefur Geir heilræði. Hann segir:
En langlökust er […] Stofnunin. […] Þessi saga á sýnilega að vera
burðarás verksins, og að honum brostnum er skorið úr um fánýti þess.
réttaður að viðstöddu miklu fámenni 319skírnir
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 319