Skírnir - 01.09.2005, Page 101
börn að leik og hann veltir fyrir sér hvers vegna hann sé ekki
löngu farinn burt úr fásinninu. Stolt hans aftrar honum hins veg-
ar að fara því að þeir sem ráku hann skulu fyrst koma og biðja
hann afsökunar. Hann ætlar aldeilis í mál við þá. Vanmáttug upp-
reisn hans skyldi felast í því að vingsa aftur höndunum áður en
hann færi á brott alfarinn:
Allur heimurinn skyldi fá að vita, hvað þeir voru vitlausir, svo vitlausir, að
sjálf vitleysan var orðin normal, og svo óendanlega skoplegir, að þeir voru
bara leiðinlegir. Samkomuhús, kirkja, kaupfélag.
Hvers vegna var hann ekki farinn?
Ári síðar birtust Apinn og Borgaravarnir.32 Í Apanum er ónefnd
kona í messanum á Vellinum vitundarmiðja og kafkaískt martrað-
arraunsæi, sem minnir á Hamskiptin, ríkir yfir frásögninni. Sög-
una er einfaldast að skilja sem háðsádeilu á þá Íslendinga sem starfa
í þágu Bandaríkjamanna. Konan sér ekki betur en að íslenskur
vinnufélagi hennar, sem starfar í flutningadeild hersins og situr til
borðs með henni, hafi breyst í sköllóttan, mæddan og allsnakinn
apa. Hann hefur tapað mannlegu yfirbragði sínu og verður feginn
þegar hún yrðir kumpánlega á hann. Henni finnst hann í raun við-
kunnanlegri svona og kennir í brjósti um hann þegar hann mætir
lítilsvirðingu einkennisklæddra yfirmanna sinna. Hann er ósköp
aumkunarverður þegar hann tekur við peningum frá þeim því að
ekki getur hann stungið þeim á sig kviknakinn og heldur bara
hálfvandræðalegur á þeim í höndunum. Af hjartagæsku sinni
kyssir hún hann á mjúka totuna en hann breytist ekki í prins við
það heldur er bara api í hvert sinn sem hún kyssir hann. „Var ást-
in svona hversdagsleg?“ (66)33
Borgaravarnir er einnig ádeila á hugarfar manns sem matar
krókinn á kalda stríðinu og hugsar grandvaralaus aðeins um eigið
skinn. Sagan hefst á vísun í kvæðið Hallormsstaðaskóg: „Maríu-
klukkan grær á grænum völlum.“ Óljóst er þó af sögunni hvort
réttaður að viðstöddu miklu fámenni 331skírnir
32 Sögurnar birtust í 1.–2. hefti Birtings 1962 og voru endurprentaðar 2001 í Sög-
um, leikritum, ljóðum.
33 Sögur, leikrit, ljóð 2001.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 331