Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 109
2. Ambrósíus saga Gunnlaugs Leifssonar
Til er frásögn um ritun Ambrósíus sögu, í Guðmundar sögu bisk-
ups eftir Arngrím Brandsson ábóta á Þingeyrum (–1361) (Byskupa
sögur III 1949:292–293). Þar er Gunnlaugur Leifsson (–1218 eða
1219), munkur á Þingeyrum, sagður hafa samið Ambrósíus sögu.
Í sögunni segir:
Er þar eignat mikit af fyrrnefndum munk, bróður Gunnlaugi at Þingeyr-
um. Má þat ok trúligt þykkja fyrir þann forsligan hlut, er af honum seg-
ist, at svo sem hann hafði diktat novam historiam sancti Ambrosii, fór
hann norðr til Hóla þann tíma, sem byskup var heima, gekk fram í kór
næsta kveld fyrir festum Ambrosii ok hefir upp at óspurðum byskupin-
um þat nýja dikt, er hann hafði saman borit. En er þat kemr fyrir herra
Guðmund byskup, gengr hann fram í kór ok fyrirbýðr honum undir for-
boðspínu at leiða inn nokkura nýjung orlofslausa í sína kirkju, segir
miklu lofligra ok kirkjunni makligra þat kompon, er samdi blessaðr fað-
ir Gregorius páfi í Róma. Lætr bróðir Gunnlaugr þá niðr falla ok fekk
fyrir dirfð heyriligan kinnroða.
Guðmundur Arason varð biskup 1203, en Gunnlaugur dó
1218 eða 1219. Sagan var þá rituð á árunum 1203–1219. Skiptar
skoðanir hafa verið um hvort sú Ambrósíus saga sem enn er til sé
sagan sem Gunnlaugur skrifaði. Til dæmis segir Finnur Jónsson
(II 1923:403) öruggt að sagan sé ekki saga Gunnlaugs, en Turville-
Petre (1953:135) og Sveinbjörn Rafnsson (1999:381) telja að ekk-
ert sé hægt að fullyrða um það.
Ekki eru þó allir þeirrar skoðunar að þessi Historia Sancti
Ambrosii, sem er nefnd í Guðmundar sögu, hafi verið saga. Gisk-
að hefur verið á að þetta hafi í raun verið „liturgische Dichtung“
(Lehmann 1937:23) eða rímofficium (Bekker-Nielsen 1958). Þá er
litið til þess að historia getur í guðfræðilegu samhengi haft slíkar
merkingar (Maigne d’Arnis 1858:1122–1123). Þarna er einnig tal-
að um að dikta og dikt, og borið saman við kompon sömu merk-
ingar. Í Guðmundar sögu biskups segir Arngrímur Brandsson á
öðrum stað: „Gunnlaugr componeraði meðr latínu líf ins sæla Jó-
hannis fyrsta Hólensis“ (Byskupa sögur III 1949:209). En í annarri
gerð segir: „er laatinu soguna dicktat hefuir“ (Jóns saga Hólabysk-
gunnlaugur leifsson og ambrósíus saga 339skírnir
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 339