Skírnir - 01.09.2005, Page 111
um Úlfrúnu á Þingeyrum eru nefnd tímamörk frá Ambrósíusmessu
til Agnesarmessu (ÍF XVI 2002:241). Þetta bendir til þess að
Ambrósíusmessa, festum Ambrosii eins og segir í Guðmundar sögu,
hafi verið höfð í hávegum á Þingeyrum, jafnvel þegar á tíma Páls
Jónssonar og Gunnlaugs Leifssonar. Það getur einnig bent til þess
að þar hafi mjög snemma verið til Ambrósíus saga.
(2) Þá er að líta aftur á fornafnið sjá. Höfundur Ambrósíus
sögu hefur notað fornafnið óvenjumikið, ekki síst ef haft er í huga
hve stutt sagan er, eða aðeins 25 bls. í útgáfu (Heilagra manna
søgur I 1877:28–51). Tafla 3 sýnir hlutfall sjá/þessi og tafla 4 hlut-
fall stutts og langs stofns í Ambrósíus sögu. Töflurnar er því auð-
velt að bera saman við töflur 1 og 2.
Tafla 3: Hlutfall sjá/þessi í Ambrósíus sögu
NF.KK.ET. NF.KVK.ET.
sjá þessi sjá þessi
89,5% (17) 10,5% (2) 100% (6) 0% (0)
Tafla 4: Hlutfall þess-/þessar- í Ambrósíus sögu
þess- þessar-
90% (9) 10% (1)
Gamlar myndir, sjá í nefnifalli eintölu og stutti stofninn þess- í
þágufalli og eignarfalli kvenkyni eintölu og eignarfalli fleirtölu,
eru ráðandi í Ambrósíus sögu. Ungar myndir eru aðeins þrjár og
hugsanlega má rekja þær til afritara sögunnar. Myndarinnar þessi í
stað sjá verður fyrst vart í kvenkyni og þess sjást ekki merki hér.
Aftur á móti eru tvö dæmi í karlkyni. Það kemur illa heim og
bendir til þess að þetta séu breytingar afritara.3 Sama getur átt við
um eina dæmið um langan stofn, þessar-.
gunnlaugur leifsson og ambrósíus saga 341skírnir
3 Ambrósíus saga er prentuð eftir sama handriti og Agnesar saga meyjar, Holm
perg 2 fol (Heilagra manna søgur I 1877:28, 25). Í Agnesar sögu stendur: „þessi
madr“, en lesháttur í öðru handriti er eldri myndin „sia“ (Heilagra manna søgur
I 1877:19). Þarna er breyting í Holm perg 2 fol. Hið sama hefur getað gerst í
texta Ambrósíus sögu.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 341