Skírnir - 01.09.2005, Side 112
Notkun ábendingafornafna í Ambrósíus sögu bendir til þess
að sagan sé gömul og hún gæti jafnvel verið frá því um 1200 eða
frá öndverðri 13. öld. Ekki er mjög sennilegt að tvær Ambrósíus
sögur hafi verið ritaðar á svipuðum tíma, saga Gunnlaugs og sú
sem enn er varðveitt. Því er líklegt að hér sé um eina sögu að ræða,
sögu Gunnlaugs.
3. Ambrósíus saga, Róm eða Leiðarvísir
og Historia regum Britanniae
Lítil von er til þess að finna megi fleira sem hnígur í sömu átt. Þó
má gera tilraun til þess. Í Ambrósíus sögu segir að sagan sé eftir
Paulinus, samtímamann Ambrósíusar (334 eða 340–397) (Heil-
agra manna søgur I 1877:51). Sú saga, Vita Sancti Ambrosii, er al-
þekkt (Heilagra manna søgur I 1877:ix, Patrologia latina 14 1845).
En þegar sögur voru þýddar var algengt að þýðendur skytu inn
ýmsu efni eða löguðu textann. Ýmislegt slíkt efni er í Ambrósíus
sögu.4 Hér verður litið á tvö dæmi um það.
(1) Í Vita Sancti Ambrosii segir: „Per idem tempus cum trans
Tiberim apud quamdam clarissimam invitatus, sacrificium in
domo offerret …“ (Patrologia Latina 14 1845:30). Í Ambrósíus
sögu er þetta þýtt: „A þeiri stundu var honum heim bodit ut i
Latran til þionustugerdar af einni konu …“ (Heilagra manna
søgur I 1877:30). Furðu kunnuglega er tekið til orða um Róm þeg-
ar „trans Tiberim“, „yfir Tíber“, er þýtt út í Latran. Staðhættir
benda til þess að orðalagið standist.5 Kannski hafði þýðandinn
verið í Róm. Margir gengu suður til Rómar.6
En einnig getur verið að þýðandinn hafi þekkt Leiðarvísi
Nikulásar ábóta í benediktínaklaustrinu á Munkaþverá (–1159).
katrín axelsdóttir342 skírnir
4 Marteins saga, Martinus saga, er nefnd í Ambrósíus sögu (Heilagra manna søgur
I 1877:36). Þar er einnig efni úr henni. Bent hefur verið á ýmislegt fleira (sjá
Lives of Saints 1962:21).
5 Vatíkanið er vestan Tíber en Lateran nokkuð langt austan árinnar, í suðaustur frá
Vatíkaninu. Staðkunnugur Íslendingur, staddur í eða nálægt Vatíkaninu, er ekki
ólíklegur til að segja út í Latran.
6 Í Páls sögu biskups kemur fram að á tíma Páls Jónssonar, Skálholtsbiskups
1195–1211, hafi utanferðir presta verið algengar (ÍF XVI 2002:313).
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 342