Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 125
1793, en eftir það settist Bülow að á Fjóni, þar sem hann andaðist
22. janúar 1828.
Bülow var alþekktur meðal Íslendinga. Þegar Steingrímur
biskup Jónsson sigldi til Hafnar til að taka biskupsvígslu veturinn
1824–25 tók hann sér ferð á hendur ásamt Hannesi syni sínum að
heimsækja Jón Finsen, stjúpson sinn, sem þá var héraðsfógeti í
Kolding og heimsótti þá Bülow. Þorsteinn Helgason greindi Páli
stúdent Pálssyni frá þessu í bréfi 14. apríl 1825.2
Rasmus Chr. Rask var forseti Hafnardeildar Hins íslenska
bókmenntafélags árið sem Bülow lést. Á fundi í deildinni 8. mars
1828 komst hann svo að orði: „Þarámóti er sárt að minnast á vorn
missir í láti einhvörs hins merkasta velgjörðamanns félagsins,
leyndarráðs Jóhanns Bulows á Fjóni, sem viðbar í janúarí mánuði
þ.á., svo að félagið ekki öðlaðist svar frá honum uppá seinasta bréf
og bóksendíng sína, sem varla mun hafa komið honum fyrir sjón-
ir, þar hann um það leyti lá á banasænginni, og kvaldist af mjög
sárum sjúkdómi“.3
Bókmenntafélagið mátti vel minnast Bülows því að við stofn-
un þess hét hann því 50 dala styrk, „en sendi síðan 110 rbd., og gaf
þareptir meðan hann lifði frá 60 til 110 rbd. árlega“,4 enda minnt-
ist ritstjóri Skírnis hans með þessum orðum:
[…] hann var einhvörr enn mesti menta stodari og mannvinr, svó ekki
mun þad ofhermt, ad hann hérí hafi átt fáa edr einga sína jafníngja af sér
samtídis mönnum í Danmörku. Fleiri vísindamenn ferdudust á hans
kosnad utanlands, og urdu þarvid födurlandinu til enn meira gagns og
sóma, og margr rithöfundr þádi styrk hans til prentunar ritum sínum, og
varla var nokkud alþjódligt fyrirtæki svo stofnad ad hann ej á einhvörn
hátt til góds væri vid þad ridinn. Einnig félag vort, naut frá því fyrsta hans
örlátu og ljúfmannlegu adstodar, og mun því seint bætast missir sinn, en
minníng velgjörara síns aldrei fyrnast. Vor gódfrægi og hálærdi landi pró-
fessor Magnúsen, setti sínum göfuga velunnara snotra grafminningu í
bladinu Dagen, og fleiri mintust hans á líkan hátt.5
fjónverjar og íslensk fræði 355skírnir
2 Finnur Sigmundsson 1963:9.
3 Þórður Jónassen 1828:39–40.
4 Jón Sigurðsson 1867:19.
5 Þórður Jónassen 1828:35.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 355