Skírnir - 01.09.2005, Page 130
þeirra og goðafræði, í þeirri von að þetta varpi nýju ljósi á elstu
trúarbrögð norrænna manna.
Konunglega danska vísindafélagið hafi viðurkennt mikilvægi
málsins, einkum með tilliti til þess að upplýsa norræna menn um
þær kenningar að þeir séu ættaðir frá Austurlöndum. Því hafi Vís-
indafélagið að tilmælum hins hæstvirta leyndarráðs og á hans
kostnað ákveðið að veita gullmedalíu félagsins fyrir næsta ár fyrir
lausn eftirfarandi verkefnis: „Óskað er eftir að sambandið á milli
trúarbragða hinna fornu Norðurlandabúa, sérstaklega Skandin-
ava, og hinna indversk-persnesku þjóða, sé útskýrt sögulega með
samanburði á siðum, tungu og fornminjum þessara þjóða.“11 Síð-
an segist Finnur hafa reynt að leysa þetta verkefni í tveimur fyrstu
hlutunum af því verki sem hér birtist í heild sinni. Í handriti sem
hann sendi félaginu undir dulnefni 31. mars 1818 gerir hann grein
fyrir rannsóknum sínum með þessum orðum:
Í fjölmörg ár hefur höfundur þessarar ritgerðar stundað rannsóknir á
elstu ritverkum á norrænni tungu til þess að geta betur skilið goðafræði
og heimsmynd forfeðra vorra. Í þessu riti er leitast við að útskýra þetta
nánar. Slíkur skilningur er grundvallaratriði sem verður að uppfylla áður
en lagt er út í samanburð við önnur kenningakerfi. Hvað viðkemur goða-
fræði Persa og Indverja, svo ekki sé minnst á tungu þeirra og menningu,
er varla hægt að ætlast til djúps skilnings af nokkrum Evrópumanni sem
ekki hefur verið búsettur í Asíu. Á þetta ekki síst við um norrænan mann
sem hefur lagt aðaláherslu á að kynna sér vora fornu tungu, trú og siði,
því þar er um lífstíðarverkefni að ræða, jafnvel fyrir langlífan mann. Það
finnst varla nokkur einn maður sem hefur þekkingu á pali, sanskrít, zend,
pehlvi og öðrum Suður-Asíu tungum, þar sem er að finna hinar raunveru-
legu uppsprettur Buddatrúar, hindúasiðar og hinna fornu, persnesku
fræða. Þó hefur Polier, Kleuker o.fl. tekist að upplýsa fróðleiksfúsa um
eðli og uppbyggingu þessara trúarbragða. Á sama hátt vekur það athygli
að Grotefend, sem leysti leyndardóma fleygrúnanna, var ekki sérfræðing-
ur í austurlenskum tungumálum. Þetta hefur gefið höfundinum, sem
verður að játa á sig algert kunnáttuleysi í persnesku, þor til að leggja út á
hið mikla haf austurlenskra fræða sem streymt hefir úr pennum þeirra
mörgu sérfræðinga er mest vit hafa á frumtungunum. Höfundur hefir
aðalgeir kristjánsson360 skírnir
11 Finnur Magnússon 2002 [1824]:I, ix–x.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 360