Skírnir - 01.09.2005, Page 147
dauða Baldurs.11 Einnig má benda á hvernig spjótið, vopn Óðins,
er markvisst notað í sögunni. Til dæmis er Gunnar Þiðrandabani
„geiri undaður“ (sbr. Hávamál 138) í orðsins fyllstu merkingu þar
sem hann liggur í felum undir bát Sveinka á Bakka í Borgarfirði
eystra. Og þegar hann birtist á Helgafelli er hann með „hatt síðan“
og leynir réttu nafni sínu líkt og Óðinn („Síðhöttur“ er eitt nafna
Óðins). Óbeinar vísanir eru einnig í hetjukvæði og fornaldarsög-
ur, t.d. sagnir af fornaldar- og Óðinshetjunni Starkaði sem einmitt
var Snorra mjög hugstæður í Egils sögu. Áhrifin frá Starkaði birt-
ast einkum í útlitslýsingu óþokkans Ásbjörns vegghamars.12
Annað atriði sem tengir ‘sögu Gunnars’ við Vesturland eru lík-
indi hennar við Gísla sögu Súrssonar. Þar er einkum um að ræða
stöðugan flótta hetjunnar undan óvinum sínum (og mjög svipað-
ar aðstæður). Hér mætti m.a. benda á líkindin milli bjargvættarins
Sveinka og Hergilseyjarbóndans. Þá eru athyglisverð líkindi milli
Gísla og Auðar annars vegar og Helga Ásbjarnarsonar og konu
hans Þórdísar toddu hins vegar. Á þessi líkindi hafa ýmsir fræði-
menn bent.
Enn mætti nefna Hænsna-Þóris sögu sem á sér stað í hjarta
Borgarfjarðar. Svo er að sjá sem sú saga hafi orðið fyrir áhrifum frá
‘sögu Gunnars’. Hér er eins og þar um að ræða ungan mann sem
er felldur saklaus og mikill skaði er að. Hann er skotinn í bakið
þar sem hann hefur tekið þátt í stefnuför. Norskur stýrimaður er
„tilgáta um aðferð“ 377skírnir
andi. Í Fljótsdæla sögu er þessi maður síðan orðinn ein mikilvægasta persóna á
Austurlandi, sbr. það að flestir frægustu menn í þeim landsfjórðungi eru þar
látnir syrgja hann (267).
11 Skógarvöndur sem skotið er að manni skömmu fyrir fall Þiðranda á sér sam-
svörun í mistilteininum o.s.frv., sjá grein mína frá 1999. Við það sem þar er upp
talið má bæta að bæði í Snorra-Eddu og ‘sögu Gunnars’ er rætt um dauða Bald-
urs/Þiðranda sem „skaða“ með lýsingarorði í efsta stigi; einnig er í þessu sam-
bandi talað um „mest(a) óhapp“ (Edda, 67; ‘saga Gunnars’, 200–201).
12 Sjá ‘sögu Gunnars’, 196/Gautreks sögu, 34. Eins og ég gat um árið 1999 hefur
sá sem setti Fljótsdæla sögu saman undir áhrifum ‘sögu Gunnars’ ekki áttað sig
á ‘mýtískri stefnu’ þess sem ‘sögu Gunnars’ skráði. Hann ‘þynnir’ efnið út, t.d.
með því að breyta spjótinu, vopni Óðins, í boga; og ekkert er í Fljótsdælu
minnst á síðan hött Gunnars þegar hann kemur að Helgafelli. Aftur á móti
reynir skrásetjarinn að láta ættarsverð þeirra Droplaugarsona verða n.k. leiðar-
minni. – Um anda Starkaðar í Egils sögu sjá rit mitt um þá sögu 1995:111–118.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:53 Page 377