Skírnir - 01.09.2005, Page 174
menn? Margir spyrja sig sem svo hvað búi að baki slíkri upplýs-
ingaöflun og í þágu hvers þessar upplýsingar verði notaðar? Verða
þær notaðar af hermönnum vestrænna ríkja ef þau ákveða að ráð-
ast inn í landið? Bandaríkjaher hefur til dæmis kynnt sér vett-
vangsrannsóknir Roberts og Elizabethar Fernea í suðurhluta Íraks
og aðrar mannfræðirannsóknir í Írak. Hvaða afleiðingar hefur það
haft fyrir íbúa þessa svæðis að herinn býr yfir þessum upplýsing-
um? Hafa Írakar notið góðs af þessum rannsóknum?
Stjórnvöldum ríkjanna í Mið-Austurlöndum er einnig mörgum
hverjum illa við að óháðir aðilar afli upplýsinga um efnahagsástand-
ið eða aðra þætti samfélagsins, enda er valdastaða þeirra að nokkru
leyti fólgin í því að þau hafa einokun á upplýsingum og fjölmiðlum.
En þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur Mið-Austurlandafræði vax-
ið mikið sem fræðigrein síðustu árin þó að efast megi um hvort
gæðin hafi aukist. En það hefur breyst á undanförnum 25 árum að
fræðimenn greinarinnar eru nú miklu meðvitaðri um stöðu eigin
fags og hugsanlegar afleiðingar rannsókna sinna. Einnig hefur
greinin þróast töluvert og er nú orðin æði fjölbreytileg og alls ekki
einsleit.
Eins og í svo mörgum fræðigreinum í hug- og félagsvísindum,
hafa vissar kenningar eða aðferðir verið leiðandi á tilteknum tím-
um. Miðað við aðra heimshluta er Mið-Austurlandafræði tiltölu-
lega vanþróuð fræðigrein og er enn fámenn að kalla, ef til dæmis
er miðað við þá sem rannsaka Austur-Asíu eða Suður-Ameríku.
Fram að heimsstyrjöldinni síðari var fræðigreinin enn minni og
einangraðri. Í Bandaríkjunum var hún nánast óþekkt. Þeir sem
stunduðu rannsóknir á þessu sviði voru yfirleitt fornleifa-, guð-
eða málfræðingar og einblíndu fyrst og fremst á hin fornu samfé-
lög Mið-Austurlanda.
Upp úr 1945, eða á svipuðum tíma og Bandaríkin voru að
verða helsta stórveldi heimsins, stofnuðu sumir af stærri háskólum
Bandaríkjanna, til dæmis í Michigan, Chicago og Harvard, þver-
magnús þorkell bernharðsson404 skírnir
2 Um þessa þróun, sjá bók Robert A. McCaughey, International Studies and
Academic Enterprise. A Chapter in the Enclosure of American Learning (New
York: Columbia Univesity Press, 1984). Sjá einnig nýlegt safn ritgerða, The
Politics of Knowledge. Area Studies and the Disciplines (Berkeley: University of
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 404