Skírnir - 01.09.2005, Page 175
faglegar deildir, hinar svokölluðu „Area Studies“ deildir.2 Á tímum
kalda stríðsins áttu þessar deildir að skoða og greina allan heiminn
og skiptu honum því niður landfræðilega. Þannig urðu til deildir
sem sérhæfðu sig í málefnum Rómönsku Ameríku, Austur-Evr-
ópu, Austur-Asíu og svo auðvitað Mið-Austurlanda.3 Þetta voru
þvergfaglegar deildir eins og fyrr segir sem skoðuðu hvern heims-
hluta sem afmarkað svæði og höfðu þann kost að fræðimenn úr
ólíkum fögum unnu saman að sameiginlegum verkefnum. Yfirleitt
var áherslan á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og hvernig best mætti
tryggja hagsmuni þeirra víðsvegar um heiminn. Þessar deildir
fengu í fyrstu ekki mikinn fjárstuðning frá bandarískum stjórn-
völdum en hlutu þess í stað styrki frá sjálfstæðum aðilum eins og
Rockefeller-, Ford-, Carnegie- og Mellon-stofnunum, en þær
höfðu verið stofnaðar af vellauðugum samnefndum fjölskyldum.
„Area studies“ Mið-Austurlandafræða voru yfirleitt örsmáar
deildir, enda aðeins örfáir einstaklingar búnir að fá tilhlýðilega
menntun og þekkingu í greininni. Það voru reyndar svo fáir
Bandaríkjamenn sem höfðu menntað sig í þessu fagi að margir há-
skólar gripu til þess ráðs að flytja inn virta fræðimenn til að stýra
þessum nýjum deildum. Þannig settist hinn frægi Hamilton Gibb
frá Bretlandi að í Harvard, Gustave von Grunebaum frá Austur-
ríki fór til UCLA og Princeton sótti sinn mann til Líbanon þegar
þeir réðu sagnfræðinginn Philip Hitti árið 1944.
Miðað við aðra heimshluta voru fræðimennirnir í málefnum
Mið-Austurlanda ekki svo uppteknir af nútímasamfélögum held-
ur voru þeir fyrst og fremst að rannsaka hin fornu menningarsam-
félög eða miðaldasögu íslam. Þetta voru frekar íhaldsamir fræði-
menn hvað varðar efnistök og aðferðafræði. Fræðigreinin var ein-
angruð og fylgdi almennt ekki nýjungum í öðrum fögum. Það
voru vissulega undantekningar frá þessu en segja má að fræðimenn
er þögn sama og samþykki? 405skírnir
California Press, 2004), sem er ritstýrt af David Szanton. Ritgerð Timothys
Mitchell í þessu hefti er einkar athyglisverð en hann skoðar þátt Mið-Austur-
landafræða.
3 Í bók sinni American Orientalism. The United States and the Middle East since
1945 (Chapel Hill: University of North Carolina Press, 2002) skoðar Douglas
Little samskipti Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda á mjög skýran hátt.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 405