Skírnir - 01.09.2005, Page 179
„The Roots of Muslim Rage“, árið 1990 kynnti hugtakið „átök
siðmenningasvæða“, sem stjórnmálafræðingurinn Samuel Hunt-
ington skrifaði mikið um á tíunda áratugnum. Lewis er að mörgu
leyti guðfaðir bandarískra nýíhaldssinna („neoconservatives“)
sem á síðari árum hafa haft mikil áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna í Mið-Austurlöndum.
Lewis tók gagnrýni Saids á fræðigreinina mjög til sín, enda má
ætla að kveikjan að umfjöllun Saids hafi fyrst og fremst verið skrif
Lewis. Lewis hefur alltaf lagt ríka áherslu á að íslam sé mikilvæg-
ast til skilnings á samfélögum Mið-Austurlanda. Lewis lítur svo á
að það sé ekki nauðsynlegt að fjalla um þætti eins og áhrif heims-
valdastefnunar í Mið-Austurlöndum, erlendar íhlutanir, fátækt,
umhverfisþætti, efnahagslega ánauð og spillingu, því að þetta séu
aukaatriði í íslömskum samfélögum. Trúin útskýri allt sem þarf.
Þess vegna sé menning Mið-Austurlanda algjörlega andstæð sið-
menningu Vesturlanda. Það sé einungis tímaspursmál hvenær átök
milli þessara heimshluta brjótist út. Að mati Lewis er eina leiðin
til að kljást við þessa ógn sú að berjast gegn henni, enda koma
múslimar ekki til með að hlusta á röksemdafærslur Vesturlanda-
búa.
Snemma á áttunda áratugnum háðu Lewis og Said einkar harð-
vítuga ritdeilu sem birtist fyrst og fremst á síðum New York Revi-
ew of Books. Þessi deila og þau pólitísku viðhorf sem þar lágu að
baki og ekki síst afstaðan til deilu Ísraela og Palestínumanna olli
miklum klofningi og erjum innan fræðigreinarinnar sem er enn
fyllilega til staðar.
Eftir 11. september hefur aftur orðið sprenging í fræðigrein-
inni rétt eins og árið 1980 eftir byltinguna í Íran. Að mörgu leyti
er fræðigreinin orðin mjög spennandi, enda er mikið í húfi, mörg
og ólík tækifæri í boði, og áhugi meðal almennings er mikill. Í
bandarískum háskólum er hún vinsæl og í tísku. Æ fleiri leggja
stund á hana og háskólar víðsvegar um heiminn keppast við að
skapa nýjar stöður og bjóða upp á fleiri námskeið á þessu sviði.
Og það er ekki bara innan háskólasamfélagsins sem tækifærin
bjóðast. Bandaríska utanríkisþjónustan og aðrar stofnanir, til að
mynda leyniþjónustan og verktakafyrirtæki, hafa sóst eftir sér-
er þögn sama og samþykki? 409skírnir
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 409