Skírnir - 01.09.2005, Page 181
dæmis mjög íhaldsöm stofnun sem stendur vörð um hagsmuni
hugmyndafræði Likud-flokksins í Ísrael. American Enterprise
Institute, þar sem Lynne Cheney, eiginkona Dick Cheney varafor-
seta starfar meðal annarra, er einnig mjög íhaldsöm og hefur inn-
an sinna vébanda marga af þekktustu ný-íhaldsmönnunum.
Brookings Institute og Middle East Research and Information
Project eru hinum megin á hinum pólitíska kvarða Bandaríkjanna.
Sérfræðingar þessara hugmyndaveitna vinna við það daginn út
og inn að skrifa stuttar skýrslur um allt milli himins og jarðar og
senda síðan fréttatilkynningar þess efnis til fjölmiðlanna. Þeir hafa
blaðafulltrúa til að kynna sérfræðinga sína fyrir fjölmiðlunum og
sérfræðingarnir eru þjálfaðir í því að koma vel fram, ekki síst að
tala stutt og skorinort. Þeir sem framleiða fréttatengt efni fyrir
sjónvarp eða útvarp í Bandaríkjunum þekkja þessar stofnanir vel,
enda er þar endalaust framboð sérfræðinga. Það er miklu þægi-
legra að hringja í Guðmund Guðmundsson hjá „Hægristefnu-
stofnuninni í Washington“, því að hann er ávallt tilbúinn í viðtal,
hefur svörin á reiðum höndum og gefur góð „soundbites“. Enn
fremur er ljóst hvort hann er íhaldsamur eða frjálslyndur. Og til
að tryggja enn frekar að umfjöllunin sé sanngjörn og ólík sjónar-
mið virt, þá er einnig tekið viðtal við Pál Pálsson hjá „Vinstri-
stefnustofnuninni í Washington“. Þá verða allir ánægðir, enda eru
bara tvær hliðar á hverju máli, ekki satt? Umfjöllunin hefur fag-
mannlegt yfirbragð, enda voru „sérfræðingar“ kallaðir til. Það er
miklu meiri vinna að reyna að komast að því hverjir innan há-
skólasamfélagsins hafa unnið rannsóknir á þessu sviði. Þegar þeir
hafa loksins fundist, eru skoðanir þeirra ófyrirsjáanlegar, þeir vilja
gjarnan flækja málin og benda á ólíkar hliðar þess og koma jafnvel
ekki vel fyrir. Það er kannski ekki að furða að yfirgnæfandi meiri-
hluti viðmælanda hjá stóru ljósvakamiðlunum í Bandaríkjunum
starfar hjá hugmyndaveitunum. Stundum er tilgangurinn með
umræðunni sá einn að umræða sé til staðar og skiptir ekki megin-
máli um hvað er rætt eða gagnsemi umræðunnar.
Í augum margra fræðimanna á þessu sviði er ekki endilega
ákjósanlegt að vera í fjölmiðlum. Fyrir utan þann tíma sem það
tekur og þann litla tíma sem er gefinn til útskýringa, þá orkar það
er þögn sama og samþykki? 411skírnir
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 411