Skírnir - 01.09.2005, Page 194
Jafnvel fötin verða eftirtektarverðari en annars, t.d. skítablettir, opin
buxnaklauf eða rauð, lúin prjónahúfa. Lesandinn er kominn með sjálfgef-
ið leyfi til að hnýsast í allt og færir nú sjónina að umhverfinu. Þar sem er
augljóst að þetta er heimili viðkomandi persónu eru öll smáatriði tekin og
raðað inn í persónugerð hennar. Höfundur texta beitir svipaðri aðferð og
les í þessi smáatriði í umhverfinu:
Á veggjunum eru biblíumyndir og almanaksstúlkur hlið við hlið,
þekkt sjónvarpsfréttakona hefur fengið lítinn ramma utan um sig og
brosir fallega á kommóðutoppnum innan um portrettmyndir af með-
limum Svarta gengisins (181).
En svo við víkjum aftur að sjálfri uppstillingunni þá er best að taka dæmi.
Hjónin Hannes Jónsson og Guðný Óskarsdóttir eru Ferðabændur (142).
Þau sitja hvort á sínum stól í stofunni, með stásshilluna í bakgrunni.
Skörp hliðarbirta lýsir hjónin upp og stásshilluna en annars er umhverfið
myrkvað. Yfirbragð þeirra virðist meitlað í þessari háleitu birtu, augun
eru koldimm og skörp. Hannes kiprar annað augað örlítið, rétt eins og
honum sé að fipast í stjarfri uppstillingunni. Líkamsstaða þeirra er u.þ.b.
nákvæmlega eins, fingur fléttast saman í bið, fætur örlítið krosslagðir í
viðleitni til að láta sér líða betur. Þau eru snyrtileg og greidd, hún í rauðri
peysu og hann í fallegri lopapeysu. Í hillunni á bak við hjónin eru upp-
stoppuð dýr, refir, minkar og fuglar, sem verða hluti af upplifun lesand-
ans á persónu þeirra. Stærsta dýrið er refur sem gnæfir yfir þau og dautt
augnaráðið beinist út í fjarskann. Stjarfi dýranna gerir augnaráð hjónanna
óþægilegt. Lesandinn veit að þau eru ekki dauð, ekki uppstoppuð, samt
er undirmeðvitundin að hvísla því. Lesandaaugað grípur dauðahaldi í
kiprað auga Hannesar, fingrastöðu Guðnýjar sem ber örlítinn vott um
taugaspennu og jafnvel tuskudúkkuna neðst úti í horni. Allt þetta verður
merki um líf fólksins.
Lesandinn fær frekar veigalitla lýsingu á Guðnýju í texta. Því er líkast
sem hún sitji kyrr í stólnum að eilífu, því henni er ekki skapað líf utan
myndarinnar. Ímyndin af henni er af konu úr borg (það eina sem segir í
textanum) sem hefur meitlast í sveitinni. Rauða peysan bætir á hörku
hennar og gerir hana á vissan hátt „hættulega“ líkt og villt dýrin í kring.
Hún hefur enga rödd í textanum og fær samsvörun við uppstoppaðan ref-
inn. Hannes færist aftur á móti út úr ljósmyndinni yfir í náttúruna í les-
málinu. Sögumaður lýsir honum sem fjallageit sem klífur hamra og berg.
Hannes fær hetjustimpil þegar hann kemur lofthræddum sögumanninum
upp 16 metra þverhníptan klettavegg (143). Náttúrunni er lýst með há-
linda ásdísardóttir424 skírnir
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 424