Skírnir - 01.09.2005, Page 206
maðurinn reynir að höndla tilvistarvanda sinn með (52). Klisjukenndar
lýsingar á valdsmönnum samfélagsins skipta litlu máli fyrir verkið í heild.
Salka Valka er fulltrúi fyrir hina jarðbundnu sýn á veruleikann en Arnald-
ur er hinn helgi hugsjónamaður sem greinir vel óréttlætið og þjáninguna
en ekki sem skyldi einstaklingana sem þola hana. Sigurlína, móðir Sölku,
er fulltrúi hinna þjáðu og kemur fram sem Jesúgervingur verksins (57).
Þjáning hennar og dauði endurspeglar friðþægingardauða Jesú. Gunnar
telur að líta beri framhjá þeirri stéttabaráttu sem lýst er í verkinu til að
greina trúarlega umfjöllun Laxness um þá meðfæddu hvöt mannsins „að
leita fyrirheitna landsins, sækjast eftir fegurðinni, réttlætinu og sannleik-
anum“ (47). Tvíhyggjan sem Steinn Elliði var fulltrúi fyrir er hér yfirunn-
in með aukinni áherslu á mannúð og réttlæti. Þannig spyr Salka Valka um
„réttlæti af öðrum toga, dýpra að merkingu og altækara, réttlætið sem
háir og lágir verða að lúta fyrr eða síðar, ef ekki í þessum heimi þá hinum
komandi“ (48). En veruleikinn sem þá verður ljós býr þegar handan þessa
hverfula heims (52). Vitundin um hann veitir nýja sýn á mannlífið, „nýj-
an innri auð“ (51). Hann setur Laxness fram með hjálp kristinnar þján-
ingardulhyggju sem kemur hvað skýrast fram í lýsingu á lífi og dauða Sig-
urlínu (57). Laxness dregur þannig samtímis fram að heimurinn sé fallinn
og firrtur, en mitt í eymdinni brýst fram veruleiki náðar og réttlætis (59).
Laxness reynir að sigrast á tvíhyggjunni eða tengja saman hugsjón og
veruleika með virðingunni fyrir einstaklingnum og lífi hans. Gunnar leit-
ast við á þennan máta að varpa ljósi á þá trúarlegu dýpt sem frásagan hef-
ur mitt í þeim stéttarátökum sem hún fjallar um.
Þessi viðleitni Laxness kemur mun skýrar fram í Sjálfstæðu fólki og í
meginpersónu þess verks, Bjarti í Sumarhúsum. Það sem þorpið var í
Sölku Völku er heiðin og landið í Sjálfstæðu fólki. Tilvistarspurningin er
skilin frá almennri stéttabaráttu og bundin frekar við stöðu mannsins í
heiminum andspænis náttúrunni og fær þar með verufræðilega vídd. „Það
er ekki peningar eða eignir sem málið snýst um, heldur skjól í þessum
heimi, griðastaður þar sem Bjarti og fólki hans er borgið“ (65). Landið
sem Bjartur vill eignast er táknmynd fyrir það að maðurinn þráir varan-
legt athvarf í þessum heimi eða öðrum. En um leið er landið ógn. Heiðin
er þannig sambland af fegurð og miskunnarleysi (68).
Hér sem áður glímir Halldór við tvíhyggju hugmynda og veruleika.
Bjartur í Sumarhúsum minnir um margt á Stein Elliða (66, 74). Gunnar
telur að þrátt fyrir pólitískt yfirbragð verksins fjalli það fyrst og fremst
um tilvistarspurningar mannsins sem Halldór sér í spennunni milli hug-
mynda og veruleika eða vonar og lífs (69). Brúin milli þessara tveggja póla
sigurjón árni eyjólfsson436 skírnir
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 436