Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 211
Laxness við lútherdóminn og þá óbeit sem hann hafði á Lúther og krist-
inni trú eins og hún birtist í evangelísk-lútherskri mynd. Spurning er
hvað valdi þessari gagnrýni og „fordómum“ Laxness. Gunnar minnist á
þá en vinnur ekki úr þeim (121–122; 182–183). Athyglisvert er að þessi
skoðun Laxness helst óbreytt allan starfsferil hans.12 Sú mynd sem hann
dregur upp er í hrópandi andstöðu við þá lúthersku ömmu sem mætir
okkur í mörgum ritum hans. Er hér ekki um þverstæðu að ræða? Gunn-
ar snertir varla á þessum vanda, hvað þá að hann greini hann.
Önnur spurning sem vaknar er hvort túlkun Gunnars tengist nokkuð
trúarheimspeki yfirleitt þó að hann láti sjálfur svo í veðri vaka. Væri ekki
nær að tala um tilbrigði innan guðfræðihefðarinnar um kristinn mann-
skilning?
Á stöku stað ber á ósamræmi í tilvitnunum. Má þar til dæmis nefna að
höfundur vitnar stundum til uppsláttarrita en stundum beint til höfunda
(11, 18, 187). Þar hefði mátt gæta samræmis. Þar að auki eru nokkrar vill-
ur í vísunum og heimildaskrá. Bókin er annars lipurlega skrifuð og skilj-
anleg þótt sums staðar hefði þurft að skerpa á andstæðum og gloppum í
framsetningu Laxness. Gunnar á þann skort á gagnrýni sameiginlegan
með ýmsum öðrum sem fjallað hafa um Laxness.
Á heildina litið er hér um að ræða aðgengilegt verk sem hvetur lesand-
ann til þess að dusta rykið af verkum Laxness og athuga betur þau trúar-
áhrif sem Gunnar fjallar um.13
Heimildaskrá
Gunnar Kristjánsson. 1978. Religiöse Gestalten und christliche Motive im Roman-
werk Heimsljós von Halldór Laxness (doktorsritgerð), Bochum.
Gunnar Kristjánsson. 1982. „Úr heimi Ljósvíkingsins“, Tímarit Máls og menning-
ar 1, 9–36.
Gunnar Kristjánsson. 1993. „Liljugrös og járningar. Um séra Jón Prímus“, Hall-
dórsstefna, rit Stofnunar Sigurðar Nordals 2, Reykjavík, 146–156.
Gunnar Kristjánsson. 1998. „Stígvélaði kavalérinn, um Arnas Arnæus“, Andvari 2,
58–64.
Gunnar Kristjánsson. 2000. „Þjónn þeirra svarlausu“, Lesbók Morgunblaðsins, 50.
tbl., 75. árg., 23. des. 2000, 4–5.
Kempis, Tómas. 1976. Breytni eftir Kristi (De imitatione Christi), Reykjavík.
fjallræðufólkið 441skírnir
12 Sigurjón Árni Eyjólfsson 2003, 103–117.
13 Ég þakka Brynjólfi Ólasyni fyrir yfirlestur og aðstoð við samningu þessarar
greinar.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 441