Skírnir - 01.09.2005, Side 214
Orðið metafiction birtist líklega fyrst á prenti árið 1970 í ritgerð eftir
William H. Gass þar sem hann fjallaði um verk eftir Borges, Barth og
O’Brien og sagði m.a.: „Indeed, many of the so-called antinovels are
really metafictions.“2 Ástráður Eysteinsson hefur þýtt þetta hugtak
með orðinu sjálfsaga. Hann skýrir hugtakið svo að það nái yfir „verk
sem látin eru fylgjast með eigin „tilbúningi“ og sem geta þannig orðið
mikilvægur vettvangur spurninga um mörk og samspil veruleika og
skáldskapar.“3 Sjálfsögur má kalla bókmenntir sem beint og óbeint
greina aðferðir sem menn nota til að lýsa veröldinni, með því að vekja
athygli á hinu skáldlega eðli sínu. Slík verk ganga út frá því að við skynj-
um tilveruna eins og tilviljanakenndan og skipulagslausan óskapnað og
til að lýsa þeirri skynjun líkja höfundar heiminum við skáldverk. Með
því að leysa söguþráðinn upp má vekja vitundina um að veruleikinn sem
við höldum að umleiki okkur sé engu áreiðanlegri en bókin sem við
höldum á og því sé engin leið að lýsa honum á sannfærandi hátt með
orðum.4
Ekki hefur verið mikið fjallað um þessa hlið á verkum Gyrðis þótt
hún sé víða sjáanleg,5 en hennar verður greinilega vart í Gangandi íkorna
og Næturluktinni. Verður þetta skoðað nánar hér á eftir. Hér verður
einnig gerð tilraun til að fylgja eftir nokkrum vísunum sagnanna í aðrar
bókmenntir. Niðurstöður af þeirri athugun varpa nýju ljósi á sögurnar
tvær.
valgerður kr. brynjólfsdóttir444 skírnir
2 William H. Gass: „Philosophy and the Form of Fiction“, Fiction and the Figures
of Life, New York 1970, bls. 25. Sjá nánar hjá Inger Christensen: The meaning
of metafiction, Bergen 1981, bls. 9.
3 Í formála greinasafnsins Umbrot. Bókmenntir og nútími, Reykjavík 1999, bls. 8.
4 „Metafiction is a term given to fictional writing which self-consciously and sys-
tematically draws attention to its status as an artefact in order to pose questions
about the relationship between fiction and reality“ (Patricia Waugh: Metafiction.
The Theory and Practice of Self-Conscious Fiction, Lundúnum 1984, bls. 2).
5 Ástráður Eysteinsson nefnir þetta í yfirlitsgrein um verk Gyrðis: „In Elíasson’s
work, writing and reading frequently appear as metaphors for a way of life, for
a tempo that gives us room to feel and think, and to assimilate lessons nature
may still hold in store for us.“ („Vinduesbiblioteket. Gyrðir Elíassons skabelses-
proces: Et portræt“, Nordisk litteratur, Kaupmannahöfn 1996, bls. 15), og þrem-
ur árum síðar bendir hann aftur á þetta: „Við getum ekki búist við öðru en að
hitta fyrir meðvitaðan umbúnað höfundarins hvar sem við hyggjumst grennslast
fyrir um sköpunarvitund „að baki“ sögunum – sú vitund er ofin inn í textann,
er sjálf texti“ („Myndbrot frá barnæsku“. Umbrot. Bókmenntir og nútími,
Reykjavík 1999, bls. 203).
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 444