Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 215
Sjálfsögur
Patricia Waugh segir að sjálfsögur byggist á spennu innan sagnaformsins.
Hún ber þetta saman við greinarmun Saussures á málkerfi (langue) og tali
(parole) og segir að sjálfsögur byggist á hliðstæðu sambandi. Tungunni er
beitt á nýjan hátt, nýtt mál er skapað innan hverrar sögu, og það látið
takast á við eldri frásagnarhefðir.6
Larry McCaffery skipti þessari tegund bókmennta í tvennt í bók sinni
The Metafictional Muse. Til fyrri flokksins taldi hann skáldskap sem
rannsakar og lýsir innviðum sínum opinskátt um leið og verkunum vind-
ur fram, og skáldverk sem fjalla um form og tungumál annarra verka.7
Þessi frásagnaraðferð er ekki ný af nálinni, því að bókmenntafræðingar
nefna yfirleitt 18. aldar verkið Tristram Shandy með þeim fyrstu þar sem
þessari aðferð er beitt.8 Sumir leita enn lengra aftur í tímann og telja sög-
una af Don Kíkóta einnig til þessa flokks, enda hafi hún verið hún skrif-
uð sem andsvar við riddarasagnahefðinni.9
Seinni flokkurinn sagði McCaffery að væri mjög stór og miklu al-
mennari, og samkvæmt skilgreiningu hans fjalla verk, sem falla í þann
flokk, um öll sköpunarferli, aðferðir, vísanir og takmarkanir slíkra
kerfa.10 Írónía og tvíræðni eru því áberandi þættir í sjálfsögum. Þetta á við
um verkin sem hér er fjallað um, Gangandi íkorna og Næturluktina. Í
þeim er greinilegt að áhersla er lögð á að sýna hvernig frásögn er búin til
úr margvíslegum þráðum og að benda um leið á þá staðreynd að engin
leið er að spegla veruleikann. Í sjálfsögum er ljósi varpað á sköpunarmátt
tungumálsins og það látið afhjúpa alls kyns hefðir og listrænar fyrir-
myndir. Skýringanna er leitað í textanum.11 Hlutverk lesenda í sköpunar-
ugla sat á kvisti 445skírnir
6 Waugh: Metafiction, bls. 11 og bls. 101–102.
7 „that type of fiction which either directly examines its own construction as it
proceeds or which comments or speculates about the forms and language of
previous fictions.“ (McCaffery: The Metafictional Muse. The Works of Robert
Coover, Donald Barthelme, and William H. Gass, Pittsburgh PA 1982, bls. 16).
8 Christensen: The meaning of metafiction, bls. 11–12. Sjá líka Waugh: Metafic-
tion, bls. 6–27.
9 Sjá t.d. McCaffery: The Metafictional Muse, bls. 18.
10 Hann sagði að þetta væru „…books which seek to examine how all fictional sys-
tems operate, their methodology, the sources of their appeal, and the dangers
of their being dogmatized“ (McCaffery: The Metafictional Muse, bls. 17).
11 „What is the nature of man’s fears and needs and how do they find expression
in a world which alternately seems threatening or utterly trivial? But in exam-
ining these familiar issues, the metafictionist implies that within the act of
creation, of fiction making, we can find the key to unlocking the complexities
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 445