Skírnir - 01.09.2005, Side 216
ferlinu er dregið fram og sú staðreynd að margræðnin veldur því að orð
duga stundum ekki til að lýsa því sem er til umfjöllunar.12 Á 20. öldinni
hafa margir íslenskir rithöfundar gert nýstárlegar tilraunir í þessa átt.
Nefna má ólík bókmenntaverk svo sem bók Guðbergs Bergssonar Tómas
Jónsson: Metsölubók (1966), Síðasta orðið (1990) eftir Steinunni Sigurðar-
dóttur og bók Vigdísar Grímsdóttur Stúlkan í skóginum (1992), auk þess
sem bók Hallgríms Helgasonar Höfundur Íslands (2001) er auðvitað
glöggt dæmi um þessa gerð skáldskapar.13
Óljós skil milli höfundar og texta hans vekja lesandann til vitundar
um margfalt eðli tungumálsins og það hversu háð við erum því.14 Fræði-
menn hafa bent á að með Gangandi íkorna hafi Gyrðir opnað nýja sýn á
hugarheim drengja.15 Í bókunum um Sigmar er reglulega minnt á hin
ógreinilegu skil milli skáldskapar og veruleika. Ímyndunarafl hans nærist
á umhverfi sínu. Hann lifir og hrærist í sagnaheimi. Hann er sögumaður
og ‘höfundur’ íkornasögunnar. Þarna má líka sjá fleiri höfunda að störf-
um. Björg skrifar dagbók sem Sigmar ber brigður á, enda lýsa þau sömu
atburðum frá mismunandi sjónarhorni. Við fyrstu sýn kann saga Bjargar
að virðast raunsæislegri en saga Sigmars, hvað þá dagbók íkornans. Svo er
þó ekki því hún lýsir þeim veruleik sem Björg sér gegnum sameiginleg
lesgleraugu sín og eiginmannsins. Íkorninn skrifar líka ‘sannar’ sögur í
dagbók sína, þegar hann skráir atburði dagsins að kveldi. Frá sjónarhorni
lesanda Gangandi íkorna eru það þó ekki staðreyndir sem hann færir inn.
Hugmyndaflug hans vinnur úr hráefninu sem fyrir augu ber. Köflótt
valgerður kr. brynjólfsdóttir446 skírnir
of self-definition and the manner in which we project this definition through
language“ (McCaffery: The Metafictional Muse, bls. 6).
12 „Metafiction deals with questions essential to any novelist: the narrator’s
conception of his own role and art, and of the reader. Writers are, to a greater
and lesser extent, conscious of these relations, but the metafictionist differs by
making these questions the subject of his work. Thus metafiction sheds light on
fundamental issues in connection with fictional creation in general“ (Christen-
sen: The meaning of metafiction, bls. 13).
13 Sjá einnig umfjöllun Ástráðs Eysteinssonar um Kristnihald undir Jökli og Í
sama klefa: Umbrot 1999, bls. 211–222 og bls. 239–254.
14 Um þetta segir Bo G. Jansson: „… the individual narrative is not about reality,
in the first place, and not about the author; but instead it is mainly about the
narrative, itself, as narrative“ (Självironi, självbespegling och självreflexion: den
metafiktiva tendensen i Eyvind Johnsons diktning, Uppsölum 1990, bls. 178).
15 Ástráður Eysteinsson: „Myndbrot frá barnæsku“, bls. 180–207; Einar Falur
Ingólfsson: „Af draugum og sérlunduðum drengjum. Hugað að sögum eftir
Gyrði Elíasson og Sigfús Bjartmarsson“, Skírnir, hausthefti 1991, bls. 505–524.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 446